Fótbolti

Sjáðu mörkin sem gerðu stuðnings­menn Bröndby al­veg bandbrjálaða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Örlygur Andrason fagnar þriðja markinu hjá Víkingum.
Viktor Örlygur Andrason fagnar þriðja markinu hjá Víkingum. Vísir/Diego

Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Víkingur vann frábæran 3-0 sigur á danska liðinu Bröndby í Víkinni í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Nikolaj Hansen og Oliver Ekroth skoruðu báðir með skalla eftir hornspyrnur Gylfa Þórs Sigurðssonar og þeir komu Víkingum þar með í 2-0.

Þriðja markið skoraði síðan varamaðurinn Viktor Örlygur Andrason sjö mínútum fyrir leikslok.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Bröndby

Breiðablik náði 1-1 jafntefli á móti Zrinjski Mostar úti í Bosníu í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Tobias Thomsen kom Blikum yfir þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaklúðri en Mostar liðið jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu.

Höskuldur Gunnlaugsson tók vítið en markvörðurinn fór of snemma af stað og varði. Höskuldur lét Thomsen taka vítið í staðinn og Daninn kom boltanum loks í markið í þriðju tilraun.

Það má sjá mörkin úr leikjunum tveimur hér fyrir ofan og neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Blika úti í Bosníu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×