Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 00:05 Leiðtogarnir jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta og kváðust munu tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. AP Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í. Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í.
Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira