Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 00:05 Leiðtogarnir jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta og kváðust munu tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. AP Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í. Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í.
Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent