Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun