Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 11:02 Að vera fædd árið 1947, stuttu eftir að stríð seinni heimstyrjaldar enduðu. Svo að hafa séð mikið af efni um þau sem önnur stríð í sjónvarpinu hér í Ástralíu. Sögur sem voru nógu hræðilegar og sköpuðu mikið af djúpum langtíma sársauka í taugakerfum sem fræðingar staðfesta í dag, reynsla sem margar kynslóðir hafa orðið þolendur frá. Þá er það með sorglegum ólíkindum að þessir svokölluðu leiðtogar sem hafa látið hermenn sína ráðast á Ukrainu, og Gaza, hafi ekki lært nóg frá þeim stríðum til að sjá hve siðlaus og djöful-leg slík ákvörðun er. Það er ekki hægt að sjá að það sé nema af eintómri brjálaðri græðgi yfir meira landi, og illvilja á milli Hamas og Ísrael. Svo eru leifar Syríu stríðs og fleiri sem voru nýlega. Svo höfum við heyrt að Trump dreymi um að taka nágrannaland Íslands eignarnámi og vilji líka fá önnur lönd undir sig. Egó æði sem vonandi fær ekki að gerast. Viðtalið við Óskar og Mariik á Vísi 8.8.2025 sem búa í Ukrainu segir svo sorglega sögu um skort á að það séu til einstaklingar sem geti komið viti kærleika inn í heilabú þessara manna. Áhugaleysi sem þau lýstu í Íslensku þjóðinni er hugsanlega mikið frá langtíma vonleysi og tilfinningalegum vonbrigðum yfir að enginn endir sé sjáanlegur og að það sé enginn sem hafi það vit, siðferði og mannúð til að tala yfir hausum þessara einstaklinga svo að þau sjái villu síns vegar og illsku í eigin huga og hjarta. Það er erfitt fyrir marga að vera tilfinningalega á því háa samhygðar stigi til langs tíma, ef engin von er sjáanleg og venjulegir þegnar samfélaga geta ekki farið og stoppað þessa geðveiki. Þá er greinilegt að það er erfitt fyrir alla sem finna svo mikið til með fórnarlömbum þessa hryllings að einhver gráða af tilfinningalegum doða fer að taka yfir. Slíkt gerist frá sorglegu vonleysi, af því að það getur ekki hver sem er talað viti í þá og skipað þeim að hætta. Það að vilja drepa og svo mola niður ótal byggingar er dekkra en orð fá lýst. Myndir af slíku og líkum og sveltum börnum og fullorðnum er svo algerlega út úr kú við það sem reiknað væri með að mannverur hér á jörðu hefðu lært nógu mikið um erfiðar tilfinningalegar afleiðingar af slíku. Reynsla og upplifun sem fer eins og Thomas Hubl segir niður kynslóðirnar. Nú með alla þessa auka fjölmiðla myndi maður vona að eitthvað væri hægt að gera til að enda þennan djöfulsskap. Kristnir leiðtogar eru ekki að gera það sem ætti að hafa áhrif á og í þeim. Það kaldhæðnislega er að þessir leiðtogar telja sig tilheyra trúarstofnun. Svo hvar finna þeir réttlætingu fyrir slíkum glæpum í þeim fræðum. En Austrænu fræðin með þekkingu á ferðum sálna og karma veruleikann ættu að reyna, og gætu kannski fengið þá til að hugsa? Sem því miður er, að þau sem trúa bara að sálin komi bara í eina ferð og endi þegar síðasti andardráttur gerist, tækju ekki mark á því. Það þýðir samt ekki að slíkir aðilar myndu ekki enda á að verða þolendur þegar og ef kerfið þarna úti sendi þá til jarðar aftur til að upplifa slæma hluti á við það sem þeir voru ábyrgir fyrir. Og á þá auðvitað líka við um alla morðingja jarðar. Hér dugar rökhyggjan ein engan veginn. Guðspekingurinn Alice A Bailey fræddi mannverur um að tilfinningar séu mál sálarinnar og leiðbeinendur okkar í lífinu. Það að hafa alist upp á Íslandi á tímum þegar tilfinninga-semi var séð sem slæm var og er ekki hollt veganesti. Ég man andrúmsloftið sem hreinlega á sinn hátt krafðist þöggunar. Þöggun um flest erfitt á þeim tímum var séð sem mikil dyggð. Það hefur verið ljúft að sjá á blöðum mannúðarsinna standa með lífinu og Palestínu þjóðinni og Ukrainu þjóðinni. Spurningin er: Hverju mun það eða gæti komið til leiðar til að enda þennan hrylling?. Hversu mikill hluti mannkyns þarf að rísa upp til að sýna þessum mönnum skoðun þess á gerðum þeirra. Hvað geta almennar mannverur gert til að stoppa það? Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera fædd árið 1947, stuttu eftir að stríð seinni heimstyrjaldar enduðu. Svo að hafa séð mikið af efni um þau sem önnur stríð í sjónvarpinu hér í Ástralíu. Sögur sem voru nógu hræðilegar og sköpuðu mikið af djúpum langtíma sársauka í taugakerfum sem fræðingar staðfesta í dag, reynsla sem margar kynslóðir hafa orðið þolendur frá. Þá er það með sorglegum ólíkindum að þessir svokölluðu leiðtogar sem hafa látið hermenn sína ráðast á Ukrainu, og Gaza, hafi ekki lært nóg frá þeim stríðum til að sjá hve siðlaus og djöful-leg slík ákvörðun er. Það er ekki hægt að sjá að það sé nema af eintómri brjálaðri græðgi yfir meira landi, og illvilja á milli Hamas og Ísrael. Svo eru leifar Syríu stríðs og fleiri sem voru nýlega. Svo höfum við heyrt að Trump dreymi um að taka nágrannaland Íslands eignarnámi og vilji líka fá önnur lönd undir sig. Egó æði sem vonandi fær ekki að gerast. Viðtalið við Óskar og Mariik á Vísi 8.8.2025 sem búa í Ukrainu segir svo sorglega sögu um skort á að það séu til einstaklingar sem geti komið viti kærleika inn í heilabú þessara manna. Áhugaleysi sem þau lýstu í Íslensku þjóðinni er hugsanlega mikið frá langtíma vonleysi og tilfinningalegum vonbrigðum yfir að enginn endir sé sjáanlegur og að það sé enginn sem hafi það vit, siðferði og mannúð til að tala yfir hausum þessara einstaklinga svo að þau sjái villu síns vegar og illsku í eigin huga og hjarta. Það er erfitt fyrir marga að vera tilfinningalega á því háa samhygðar stigi til langs tíma, ef engin von er sjáanleg og venjulegir þegnar samfélaga geta ekki farið og stoppað þessa geðveiki. Þá er greinilegt að það er erfitt fyrir alla sem finna svo mikið til með fórnarlömbum þessa hryllings að einhver gráða af tilfinningalegum doða fer að taka yfir. Slíkt gerist frá sorglegu vonleysi, af því að það getur ekki hver sem er talað viti í þá og skipað þeim að hætta. Það að vilja drepa og svo mola niður ótal byggingar er dekkra en orð fá lýst. Myndir af slíku og líkum og sveltum börnum og fullorðnum er svo algerlega út úr kú við það sem reiknað væri með að mannverur hér á jörðu hefðu lært nógu mikið um erfiðar tilfinningalegar afleiðingar af slíku. Reynsla og upplifun sem fer eins og Thomas Hubl segir niður kynslóðirnar. Nú með alla þessa auka fjölmiðla myndi maður vona að eitthvað væri hægt að gera til að enda þennan djöfulsskap. Kristnir leiðtogar eru ekki að gera það sem ætti að hafa áhrif á og í þeim. Það kaldhæðnislega er að þessir leiðtogar telja sig tilheyra trúarstofnun. Svo hvar finna þeir réttlætingu fyrir slíkum glæpum í þeim fræðum. En Austrænu fræðin með þekkingu á ferðum sálna og karma veruleikann ættu að reyna, og gætu kannski fengið þá til að hugsa? Sem því miður er, að þau sem trúa bara að sálin komi bara í eina ferð og endi þegar síðasti andardráttur gerist, tækju ekki mark á því. Það þýðir samt ekki að slíkir aðilar myndu ekki enda á að verða þolendur þegar og ef kerfið þarna úti sendi þá til jarðar aftur til að upplifa slæma hluti á við það sem þeir voru ábyrgir fyrir. Og á þá auðvitað líka við um alla morðingja jarðar. Hér dugar rökhyggjan ein engan veginn. Guðspekingurinn Alice A Bailey fræddi mannverur um að tilfinningar séu mál sálarinnar og leiðbeinendur okkar í lífinu. Það að hafa alist upp á Íslandi á tímum þegar tilfinninga-semi var séð sem slæm var og er ekki hollt veganesti. Ég man andrúmsloftið sem hreinlega á sinn hátt krafðist þöggunar. Þöggun um flest erfitt á þeim tímum var séð sem mikil dyggð. Það hefur verið ljúft að sjá á blöðum mannúðarsinna standa með lífinu og Palestínu þjóðinni og Ukrainu þjóðinni. Spurningin er: Hverju mun það eða gæti komið til leiðar til að enda þennan hrylling?. Hversu mikill hluti mannkyns þarf að rísa upp til að sýna þessum mönnum skoðun þess á gerðum þeirra. Hvað geta almennar mannverur gert til að stoppa það? Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar