Spánn skiptir þjálfaranum út Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. ágúst 2025 17:18 Montse Toma tók við á erfiðum tíma hjá spænska landsliðinu og starf hennar hefur einkennst af átökum við leikmenn. EPA/Chema Moya Montse Tome mun ekki halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari Spánar en samningur hennar rennur út um næstu mánaðamót. Sonia Bermudez stígur upp og tekur við eftir að hafa þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. Spænska knattspyrnusambandið ákvað í dag að samningur Tome yrði ekki framlengdur. Ákvörðunin er tekin fimmtán dögum eftir að Spánn tapaði úrslitaleik Evrópumótsins, í vítaspyrnukeppni, gegn Englandi. Hún tók við starfinu á miklum umrótartímum, árið 2023. Spánn var þá nýorðinn heimsmeistari en þjálfari liðsins, Jorge Vilda, var rekinn fyrir að standa með forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, sem braut kynferðislega á leikmanni liðsins með óumbeðnum kossi í verðlaunaafhendingunni. Tone hafði áður verið aðstoðarmaður Vilda og fékk stöðuhækkun. Hún stýrði Spáni til sigurs í Þjóðadeildinni árið 2024 en lenti í átökum við leikmenn á leiðinni. Tone valdi Jenni Hermoso ekki í fyrsta landsliðshópinn en hún er markahæsti leikmaður Spánar frá upphafi og sú sem fékk kossinn óumbeðna frá forsetanum. Þær sættust síðan en Tone lenti upp á kant við fleiri leikmenn liðsins; Irene Paredes og Misa Rodriguez voru ekki valdar í landsliðsverkefni síðasta vetur, þrátt fyrir að hafa verið valdar fyrirliðar af öðrum leikmönnum. Eftir mikið drama veturinn á undan tókst Spáni ekki að verða Evrópumeistari í sumar og Tone hættir nú störfum. Sonia Bermudez, fertugur fyrrum leikmaður Barcelona, tekur við en hún hefur þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. Síðast var hún með undir 23 ára liðið en áður hefur hún tvisvar orðið Evrópumeistari með undir 19 ára liðið. Spænski boltinn EM 2025 í Sviss Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið ákvað í dag að samningur Tome yrði ekki framlengdur. Ákvörðunin er tekin fimmtán dögum eftir að Spánn tapaði úrslitaleik Evrópumótsins, í vítaspyrnukeppni, gegn Englandi. Hún tók við starfinu á miklum umrótartímum, árið 2023. Spánn var þá nýorðinn heimsmeistari en þjálfari liðsins, Jorge Vilda, var rekinn fyrir að standa með forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, sem braut kynferðislega á leikmanni liðsins með óumbeðnum kossi í verðlaunaafhendingunni. Tone hafði áður verið aðstoðarmaður Vilda og fékk stöðuhækkun. Hún stýrði Spáni til sigurs í Þjóðadeildinni árið 2024 en lenti í átökum við leikmenn á leiðinni. Tone valdi Jenni Hermoso ekki í fyrsta landsliðshópinn en hún er markahæsti leikmaður Spánar frá upphafi og sú sem fékk kossinn óumbeðna frá forsetanum. Þær sættust síðan en Tone lenti upp á kant við fleiri leikmenn liðsins; Irene Paredes og Misa Rodriguez voru ekki valdar í landsliðsverkefni síðasta vetur, þrátt fyrir að hafa verið valdar fyrirliðar af öðrum leikmönnum. Eftir mikið drama veturinn á undan tókst Spáni ekki að verða Evrópumeistari í sumar og Tone hættir nú störfum. Sonia Bermudez, fertugur fyrrum leikmaður Barcelona, tekur við en hún hefur þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. Síðast var hún með undir 23 ára liðið en áður hefur hún tvisvar orðið Evrópumeistari með undir 19 ára liðið.
Spænski boltinn EM 2025 í Sviss Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira