Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 09:39 Alice Weidel, samkynhneigður hagfræðingur sem er búsettur í Sviss, hefur verið andlit Valkosts fyrir Þýskaland undanfarin ár. Vísir/EPA Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans. Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans.
Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira