Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 19:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar „Þetta er ótrúlega spennandi og forréttindi að vera í þessari stöðu; að spila leik af þessu kaliberi með mikið undir,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um leik morgundagsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli. Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira