„Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. ágúst 2025 13:56 Höskuldur Gunnlaugsson er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og eftirvænting. Menn eru gíraðir og klárir í þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar sem heimsækja Kópavogsvöll klukkan 17:30. Fyrri leiknum lauk 1-1 ytra þar sem þeir bosnísku jöfnuðu af vítapunktinum seint í leiknum eftir leik sem einkenndist af glimrandi fínum varnarleik Blika og virtust gestirnir ekki líklegir til afreka stærstan part. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir leik kvöldsins „Heilt yfir spilaðist þetta eins og við lögðum þetta upp. Við vorum með reynslu frá því tveimur árum áður, þetta er hostile og erfiður útirvöllur þar sem þeir hafa náð í góð úrslit og einhvern veginn náð að stýrt tempoi og stemningu á þessum velli,“ segir Höskuldur. „Við vildum slökkva í því og að einhverju leiti vera með stjórn á leiknum upp á agaðan varnarleik með skyndisóknarmöguleikum. Heilt yfir er ekki hægt að segja annað en það hafi heppnast vel. Súrt að gefa þetta víti í lokin en það breytir því ekki að þetta eru góð úrslit á erfiðum útivelli. Nú er okkar að klára þetta á heimavelli.“ Búast megi fastlega við frábrugðnum leik þegar liðin eigast við í kvöld. Blikarnir reyni frekar að stýra leiknum meira með boltann en þeir gerðu í Bosníu. „Óumflýjanlega held ég að þetta verði öðruvísi leikur. Sökum þess að við séum yfirleitt meira með frumkvæðið á boltanum á okkar heimavelli. Það breytir klárlega sviðsmyndinni á morgun, að við stýrum ferðinni meira með boltann en á mislægum og erfiðum útivelli,“ „Í grunninn viljum við enn hafa agaðan varnarleik og þéttir saman hvar sem við erum að verjast á vellinum. Þetta eru ennþá sömu góðu leikmennirnir sem við erum að mæta, sem geta refsað. Við erum ekki að sprengja þetta í lausaloft,“ segir Höskuldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Breiðablik og Zrinjski Mostar mætast klukkan 17:30. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:15. Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Fyrri leiknum lauk 1-1 ytra þar sem þeir bosnísku jöfnuðu af vítapunktinum seint í leiknum eftir leik sem einkenndist af glimrandi fínum varnarleik Blika og virtust gestirnir ekki líklegir til afreka stærstan part. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir leik kvöldsins „Heilt yfir spilaðist þetta eins og við lögðum þetta upp. Við vorum með reynslu frá því tveimur árum áður, þetta er hostile og erfiður útirvöllur þar sem þeir hafa náð í góð úrslit og einhvern veginn náð að stýrt tempoi og stemningu á þessum velli,“ segir Höskuldur. „Við vildum slökkva í því og að einhverju leiti vera með stjórn á leiknum upp á agaðan varnarleik með skyndisóknarmöguleikum. Heilt yfir er ekki hægt að segja annað en það hafi heppnast vel. Súrt að gefa þetta víti í lokin en það breytir því ekki að þetta eru góð úrslit á erfiðum útivelli. Nú er okkar að klára þetta á heimavelli.“ Búast megi fastlega við frábrugðnum leik þegar liðin eigast við í kvöld. Blikarnir reyni frekar að stýra leiknum meira með boltann en þeir gerðu í Bosníu. „Óumflýjanlega held ég að þetta verði öðruvísi leikur. Sökum þess að við séum yfirleitt meira með frumkvæðið á boltanum á okkar heimavelli. Það breytir klárlega sviðsmyndinni á morgun, að við stýrum ferðinni meira með boltann en á mislægum og erfiðum útivelli,“ „Í grunninn viljum við enn hafa agaðan varnarleik og þéttir saman hvar sem við erum að verjast á vellinum. Þetta eru ennþá sömu góðu leikmennirnir sem við erum að mæta, sem geta refsað. Við erum ekki að sprengja þetta í lausaloft,“ segir Höskuldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Breiðablik og Zrinjski Mostar mætast klukkan 17:30. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:15.
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira