Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun