Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2025 10:30 FH-ingar hafa yfirleitt haft ástæðu til að fagna á grasinu í Kaplakrika í sumar. Loksins unnu þeir á gervigrasi í gær. Vísir/Anton Brink FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Æfingaleikir og leikir í Lengjubikarnum eru undanskildir þeirri talningu en FH vann ekki leik í síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar í fyrra og tapaði þá eina bikarleik sínum í ár, fyrir Fram í Úlfarsárdal. Á útivelli hafði FH aðeins unnið einn leik í sumar fyrir gærkvöldið, en sá sigur vannst á grasvelli ÍA á Skaganum. Hinir átta útileikir liðsins höfðu tapast og tvöfaldaði FH því stigafjölda sinn á útivelli í gær. Tveimur liðum hefur gengið verr á útivelli í sumar; Afturelding hefur unnið einn og gert eitt jafntefli en tapað sjö. KR hefur gert þrjú jafntefli og tapað sex, og enn ekki unnið einn einasta leik á útivelli. FH var 2-1 undir í hálfleik í gær þökk sé tveimur mörkum Davíðs Ingvarssonar fyrir Blika. Björn Daníel Sverrisson jafnaði 2-2 strax í byrjun síðari hálfleiks en Bragi Karl Bjarkason breytti stöðunni í 4-2 með tveimur mörkum en hann hafði skorað mörkin tvö á innan við fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fimmta mark FH á 67. mínútu en það fór um Hafnfirðinga eftir mörk Kristófers Inga Kristinssonar og Ásgeirs Helga Orrasonar undir lokin. Þeim tókst þó að klára langþráðan útisigur í mögnuðum fótboltaleik. Síðast vann FH leik á gervigrasi fyrir 357 dögum, þegar 3-2 útisigur vannst á Fylki á Wurth-vellinum, þann 25. ágúst 2024. FH fór með sigri gærkvöldsins upp í efri hluta deildarinnar. Liðið er með 25 stig í 6. sæti, með betri markatölu en Fram sem er með sama stigafjölda sæti neðar. Fram mætir KR í Úlfarsárdal í kvöld og getur því endurheimt sæti meðal þeirra efri með sigri. KR þarf að vinna sinn fyrsta útileik í sumar til að koma í veg fyrir það. Leikur KR og Fram er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Bein útsending hefst klukkan 19:00. Öll umferðin í Bestu deild karla verður gerð upp í Stúkunni á Sýn Sport Ísland klukkan 21:25. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Æfingaleikir og leikir í Lengjubikarnum eru undanskildir þeirri talningu en FH vann ekki leik í síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar í fyrra og tapaði þá eina bikarleik sínum í ár, fyrir Fram í Úlfarsárdal. Á útivelli hafði FH aðeins unnið einn leik í sumar fyrir gærkvöldið, en sá sigur vannst á grasvelli ÍA á Skaganum. Hinir átta útileikir liðsins höfðu tapast og tvöfaldaði FH því stigafjölda sinn á útivelli í gær. Tveimur liðum hefur gengið verr á útivelli í sumar; Afturelding hefur unnið einn og gert eitt jafntefli en tapað sjö. KR hefur gert þrjú jafntefli og tapað sex, og enn ekki unnið einn einasta leik á útivelli. FH var 2-1 undir í hálfleik í gær þökk sé tveimur mörkum Davíðs Ingvarssonar fyrir Blika. Björn Daníel Sverrisson jafnaði 2-2 strax í byrjun síðari hálfleiks en Bragi Karl Bjarkason breytti stöðunni í 4-2 með tveimur mörkum en hann hafði skorað mörkin tvö á innan við fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fimmta mark FH á 67. mínútu en það fór um Hafnfirðinga eftir mörk Kristófers Inga Kristinssonar og Ásgeirs Helga Orrasonar undir lokin. Þeim tókst þó að klára langþráðan útisigur í mögnuðum fótboltaleik. Síðast vann FH leik á gervigrasi fyrir 357 dögum, þegar 3-2 útisigur vannst á Fylki á Wurth-vellinum, þann 25. ágúst 2024. FH fór með sigri gærkvöldsins upp í efri hluta deildarinnar. Liðið er með 25 stig í 6. sæti, með betri markatölu en Fram sem er með sama stigafjölda sæti neðar. Fram mætir KR í Úlfarsárdal í kvöld og getur því endurheimt sæti meðal þeirra efri með sigri. KR þarf að vinna sinn fyrsta útileik í sumar til að koma í veg fyrir það. Leikur KR og Fram er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Bein útsending hefst klukkan 19:00. Öll umferðin í Bestu deild karla verður gerð upp í Stúkunni á Sýn Sport Ísland klukkan 21:25.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira