Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun