Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:03 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Vísir/Ívar Fannar Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent