Muni ekki hika við að hækka vexti Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 11:29 Frá blaðamannafundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/Anton Brink Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir peningastefnunefnd ekki munu hika við að hækka stýrivexti, ef það er það sem þarf til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Peningastefnunefnd gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5 prósentum og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að verðbólga hefði verið 4,0 prósent í júlí og hefði hjaðnað um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans myndi hún aukast aftur á næstu mánuðum en síðan taka að hjaðna þegar kæmi fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur væri þó áfram mikil. Verðbólguþrýstingur enn til staðar Hægt hefði á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefði því minnkað eins og sjá mætti á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virtist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum, laun hefðu hækkað mikið og verðbólguvæntingar mældust enn yfir markmiði. Þótt verðbólga hefði hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri væri enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Þær aðstæður hefðu því ekki skapast að hægt væri að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst væri að frekari skref til lækkunar vaxta væru háð því að verðbólga færðist nær 2,5 prósenta markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samhljóða fyrri yfirlýsingu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, reið á vaðið þegar þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að yfirlýsing nefndarinnar væri nokkuð samhljóða fyrri yfirlýsingu nefndarinnar síðan í maí, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur. Þrátt fyrir það spái nefndin þrátálari verðbólgu, meiri framleiðsluspennu, minna atvinnuleysi og svo mætti lengi telja. „Hefði verið tilefni til harðari tóns í yfirlýsingunni? Mér finnst af yfirlýsingunni að dæma að þið séuð að taka smá pásu á vaxtalækkunarferlinu en miðað við spána að útlit sé fyrir að vaxtalækkunarferlinu sé lokið, allavega í bili, og að það sé alveg eins möguleiki á vaxtahækkun á næstunni,“ sagði hún. Hagkerfið stefni í rétta átt Ásgeir svaraði sem svo að þrátt fyrir allt væri það samhljóða mat nefndarmanna að raunhagkerfið stefndi í eina átt. „Við sjáum töluvert skýr merki um kólnun í kerfinu. Sérstaklega, til dæmis, hvað varðar sköpun nýrra starfa. Þannig að við álítum að þessi kælingarmeðferð, sem meðal annars er rekin af tiltölulega háum raunvöxtum, sé í raun og veru að duga.“ Þá vísar hann í síðustu efnisgrein yfirlýsingarinnar um að mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. „Við munum bregðast vel við,“ sagði hann. Einkaneysla ekki aukist verulega Loks sagði Ásgeir að í tölunum sæist að einkaneysla hefði ekki aukist verulega. Vöxtur hennar hefði verið minni en vöxtur tekna, sem þýddi að þjóðhagslegur sparnaður væri að myndast, allavega frá heimilunum. Hins vegar sæist þó aukin fjárfesting, helst í gagnaverum á norðurlandi, og hún litaði að einhverju marki utanríkisverslun, enda væru fjárfestingarvörur allar innfluttar. Hika ekki við að gera það sem gera þarf Þórarinn tók þá við og sagðist telja yfirlýsinguna þokkalega skýra og í takti við það sem nefndin hefði sagt undanfarin misseri. Raunvaxtastigið dygði til að koma verðbólgunni í markmið. Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er verðbólgan aðeins meiri en við áttum von á núna fram undan. Stóra myndin held ég að hafi ekkert breyst. Við vissum að hún yrði þrálát og að það tæki fram á næsta ár að koma henni niður í eitthvað sem okkur líður aðeins betur með. Þú nefnir atvinnuleysið, það er erfitt að túlka þetta atvinnuleysi. Ég horfi frekar á þróun á lausum störfum, þar sem við sjáum miklu skýrari merki um að það er að slakna á spennunni á vinnumarkaði.“ Loks tók hann undir með Ásgeiri um stefnu nefndarinnar. „Við erum alveg til í gera það sem þarf til að koma verðbólgunni í markmið. Ef það á einhverjum tímapunkti kallar á það að við þurfum að hækka vexti, þá þurfum við einfaldlega að skoða það. Við munum ekki hika við að gera það sem gera þarf.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það er engin sleggja“Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 20. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Peningastefnunefnd gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5 prósentum og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að verðbólga hefði verið 4,0 prósent í júlí og hefði hjaðnað um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans myndi hún aukast aftur á næstu mánuðum en síðan taka að hjaðna þegar kæmi fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur væri þó áfram mikil. Verðbólguþrýstingur enn til staðar Hægt hefði á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefði því minnkað eins og sjá mætti á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virtist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum, laun hefðu hækkað mikið og verðbólguvæntingar mældust enn yfir markmiði. Þótt verðbólga hefði hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri væri enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Þær aðstæður hefðu því ekki skapast að hægt væri að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst væri að frekari skref til lækkunar vaxta væru háð því að verðbólga færðist nær 2,5 prósenta markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Samhljóða fyrri yfirlýsingu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, reið á vaðið þegar þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Svörtuloftum í morgun. Hún benti á að yfirlýsing nefndarinnar væri nokkuð samhljóða fyrri yfirlýsingu nefndarinnar síðan í maí, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur. Þrátt fyrir það spái nefndin þrátálari verðbólgu, meiri framleiðsluspennu, minna atvinnuleysi og svo mætti lengi telja. „Hefði verið tilefni til harðari tóns í yfirlýsingunni? Mér finnst af yfirlýsingunni að dæma að þið séuð að taka smá pásu á vaxtalækkunarferlinu en miðað við spána að útlit sé fyrir að vaxtalækkunarferlinu sé lokið, allavega í bili, og að það sé alveg eins möguleiki á vaxtahækkun á næstunni,“ sagði hún. Hagkerfið stefni í rétta átt Ásgeir svaraði sem svo að þrátt fyrir allt væri það samhljóða mat nefndarmanna að raunhagkerfið stefndi í eina átt. „Við sjáum töluvert skýr merki um kólnun í kerfinu. Sérstaklega, til dæmis, hvað varðar sköpun nýrra starfa. Þannig að við álítum að þessi kælingarmeðferð, sem meðal annars er rekin af tiltölulega háum raunvöxtum, sé í raun og veru að duga.“ Þá vísar hann í síðustu efnisgrein yfirlýsingarinnar um að mótun peningastefnunnar næstu misseri myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. „Við munum bregðast vel við,“ sagði hann. Einkaneysla ekki aukist verulega Loks sagði Ásgeir að í tölunum sæist að einkaneysla hefði ekki aukist verulega. Vöxtur hennar hefði verið minni en vöxtur tekna, sem þýddi að þjóðhagslegur sparnaður væri að myndast, allavega frá heimilunum. Hins vegar sæist þó aukin fjárfesting, helst í gagnaverum á norðurlandi, og hún litaði að einhverju marki utanríkisverslun, enda væru fjárfestingarvörur allar innfluttar. Hika ekki við að gera það sem gera þarf Þórarinn tók þá við og sagðist telja yfirlýsinguna þokkalega skýra og í takti við það sem nefndin hefði sagt undanfarin misseri. Raunvaxtastigið dygði til að koma verðbólgunni í markmið. Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er verðbólgan aðeins meiri en við áttum von á núna fram undan. Stóra myndin held ég að hafi ekkert breyst. Við vissum að hún yrði þrálát og að það tæki fram á næsta ár að koma henni niður í eitthvað sem okkur líður aðeins betur með. Þú nefnir atvinnuleysið, það er erfitt að túlka þetta atvinnuleysi. Ég horfi frekar á þróun á lausum störfum, þar sem við sjáum miklu skýrari merki um að það er að slakna á spennunni á vinnumarkaði.“ Loks tók hann undir með Ásgeiri um stefnu nefndarinnar. „Við erum alveg til í gera það sem þarf til að koma verðbólgunni í markmið. Ef það á einhverjum tímapunkti kallar á það að við þurfum að hækka vexti, þá þurfum við einfaldlega að skoða það. Við munum ekki hika við að gera það sem gera þarf.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það er engin sleggja“Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 20. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
„Það er engin sleggja“Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 20. ágúst 2025 10:02