Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 11:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (t.h), og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er afar ósáttur með ákvörðun peningastefnunefndar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina þróast í ranga átt. Þrátt fyrir að ákvörðun peningastefnunefndar hafi komið fæstum á óvart eru margir afar ósáttir við hana. Það að vextir séu sjö og hálft prósent og verðbólga fjögur prósent þýðir að raunstýrivextir séu þrjú og hálft prósent, sem er talsvert hærra en í flestum nágrannaríkjum Íslands. Hefur áhyggjur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir aðhaldsstig peningastefnunefndar vera of hátt. „Við erum að sjá það að atvinnuleysi fer vaxandi. Það hefur aukist miðað við síðustu ár. Við sjáum það að í iðnaði er launþegum að fækka. Þannig fyrirtækin eru að halda að sér höndum. Það kemur fram í umsvifum og öðru. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður. Byggja meira Húsnæðismarkaðurinn sé sérstaklega á slæmum stað og það þurfi að byggja fleiri íbúðir. „Ríkið þarf einhvern veginn að hvetja til þess, en aðgerðir þeirra hafa því miður verið þannig á undanförnum árum að frekar letja til nýrra íbúðauppbygginga,“ segir Sigurður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hafa viljað sjá vextina lækka. „Þá liggur algjörlega fyrir að hár fjármagnskostnaður í þyngir fyrirtækjum, eins og í verslun og þjónustu. Og hvað gera fyrirtækin þegar þau eru með háan fjármagnskostnað? Jú, þau hljóta að varpa því út í verðlagið, alveg eins og gert er þegar laun eru hækkuð. Það hljóta að gilda sömu lögmál. Þetta er bara ekki að virka eins og það ætti að gera. Því miður,“ segir Vilhjálmur. Erum ekki á réttri leið Hann vill sterkara aðhald frá ríki og sveitarfélögum. „Við erum ekki á réttri leið, ég tala nú ekki um þegar Seðlabankinn spáir því að jafnvel muni verðbólgan síga upp á við en ekki niður á við á næstu mánuðum,“ segir Vilhjálmur. Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þrátt fyrir að ákvörðun peningastefnunefndar hafi komið fæstum á óvart eru margir afar ósáttir við hana. Það að vextir séu sjö og hálft prósent og verðbólga fjögur prósent þýðir að raunstýrivextir séu þrjú og hálft prósent, sem er talsvert hærra en í flestum nágrannaríkjum Íslands. Hefur áhyggjur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir aðhaldsstig peningastefnunefndar vera of hátt. „Við erum að sjá það að atvinnuleysi fer vaxandi. Það hefur aukist miðað við síðustu ár. Við sjáum það að í iðnaði er launþegum að fækka. Þannig fyrirtækin eru að halda að sér höndum. Það kemur fram í umsvifum og öðru. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður. Byggja meira Húsnæðismarkaðurinn sé sérstaklega á slæmum stað og það þurfi að byggja fleiri íbúðir. „Ríkið þarf einhvern veginn að hvetja til þess, en aðgerðir þeirra hafa því miður verið þannig á undanförnum árum að frekar letja til nýrra íbúðauppbygginga,“ segir Sigurður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hafa viljað sjá vextina lækka. „Þá liggur algjörlega fyrir að hár fjármagnskostnaður í þyngir fyrirtækjum, eins og í verslun og þjónustu. Og hvað gera fyrirtækin þegar þau eru með háan fjármagnskostnað? Jú, þau hljóta að varpa því út í verðlagið, alveg eins og gert er þegar laun eru hækkuð. Það hljóta að gilda sömu lögmál. Þetta er bara ekki að virka eins og það ætti að gera. Því miður,“ segir Vilhjálmur. Erum ekki á réttri leið Hann vill sterkara aðhald frá ríki og sveitarfélögum. „Við erum ekki á réttri leið, ég tala nú ekki um þegar Seðlabankinn spáir því að jafnvel muni verðbólgan síga upp á við en ekki niður á við á næstu mánuðum,“ segir Vilhjálmur.
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira