Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. ágúst 2025 10:03 Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun