Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar 24. ágúst 2025 22:00 Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“. Áhyggjur sem þessar eru réttmætar, enda segir reynslan að áhugi borgaryfirvalda á því að fara eftir aðgengisviðmiðum sé í besta falli tilviljunarkenndur. Má nefna að undir lok síðasta árs var deiliskipulag fyrir Veðurstofureit samþykkt og í sumar lauk athugasemdaferli þess hjá Skipulagsstofnun. Málið er enn í athugun samkvæmt vef Skipulagsstofnunar. En frá upphafi skipulagsferlisins er ekki hægt að segja að Reykjavíkurborg hafi sýnt kröfum um aðgengi hreyfihamlaðra áhuga eða sjálfstæðan vilja til að fylgja byggingarreglugerð. Fjarlægð frá bílastæðum að íbúðum Að neðan er mynd úr uppfærðum deiliskipulagsgögnum þar sem sjá má áformuð bílastæði ætluð hreyfihömluðum eða sem sleppistæði, merkt með bleikum hring. Upphaflegar fyrirætlanir Reykjavíkurborgar voru að hafa að hámarki 5 bílastæði fyrir hreyfihamlaða á svæðinu og uppfylla kröfur með því að koma þeim fyrir í fjölnotabílahúsi (merkt 7) sem er lengst til vinstri á myndinni. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða þrefölduðust í umsagnarferli Skipulagsstofnunar og líklega er þar helst um að þakka reglugerðarbreytingu félags- og húsnæðismálaráðherra frá júní. Þakka ber ráðherra fyrir þá breytingu. Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar voru, og eru enn að hluta, eins og fram kemur í deiliskipulagslýsingunni, að koma bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í fjölnotabílahúsinu. Eins og segir í texta í uppfærðum skilmálum deiliskipulagslýsingarinnar. Bílastæði taka mikið pláss og það er mikill kostnaður fólginn í því að útbúa þau. Þau takmarka möguleikann á regnvatnssvæðum og grænum svæðum. Því er markmiðið að halda bílastæðaviðmiðum í lágmarki, koma meirihluta þeirra fyrir í fjölnotahúsinu sem hægt er að aðlaga með tímanum en staðsetja stök bílastæði inni á svæðinu til að auðvelda íbúum daglegt líf. Um 200 metrar eru í beinni loftlínu frá bílahúsinu að fjölbýlishúsunum sem eru fjærst, líklega 250 metra gönguleið, en tæplega 40 metrar frá bílahúsi að næstu húsum. Þetta er vel umfram nýjar reglur sem kveða á um 25 metra að hámarki. Bílahúsið nýtist því ekki fyrir hreyfihamlaða að neinu marki og verður hindrun. Þess má geta að fjærst verða íbúðir Bjargs, íbúðirnar sem barnafólk er líklegast til að kaupa. Fjöldi bílastæða Byggingarreglugerð kveður á um að fjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhús með 65 íbúðir skuli vera að lágmarki 4. Þegar um fleiri íbúðir er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverjar byrjaðar 25 íbúðir. Fjöldi íbúða á Veðurstofureit er 218 samkvæmt gögnum og því þurfa þau að vera að minnsta kosti 11 á svæðinu. Eins og áður sagði gerði deiliskipulagstillaga Reykjavíkurborgar ráð fyrir 5 stæðum fyrir hreyfihamlaða á svæðinu og rest í bílahúsi í 40–200 metra fjarlægð. Uppfærð deiliskipulagsgögn taka mið af nýjum reglum en það var ekki að finna í upphaflegum áætlunum borgarinnar. Nú er gert ráð fyrir að minnsta kosti 14 bílastæðum merktum hreyfihömluðum. Það er vekur furðu að aðeins á lokametrum skipulagsferlisins hafi verið farið eftir byggingarreglugerð. Hæðarmismunur Annað sem upphaflegt deiliskipulag tók aðeins takmarkað tillit til var hæðarmismunur í landinu. Veðurstofureiturinn er á hæð og frá miðju svæðisins að neðsta punkti er rúmlega 3 metra hæðarmismunur. Hæðarmunur milli ætlaðra innganga bílahússins og neðsta hússins næst því (merkt 6.4) er 1,5 metrar. Samkvæmt gögnum borgarvefsjár eru um tveir metrar frá næsta merkta stæði fyrir hreyfihamlaða niður að byggingu merkt 6.5. Byggingarreglugerð kveður á um að halli á gönguleiðum megi ekki vera meiri en 1:20, eða einn metri á hæð á hverja 20 lengdarmetra. Einnig er kvöð um að fyrir hverja 60 cm hæðaraukningu þurfi að vera að minnsta kosti 1,5 metra láréttur hvíldarflötur. Gönguleiðir frá miðju svæðisins niður að neðstu byggingum þurfa því að hafa 3–4 slíka palla. Engin merki eru um slíka hvíldarfleti í deiliskipulagsgögnum. Takmarkað tillit virðist tekið til þess að hreyfihamlaðir geta fæstir farið um langan veg, og brekkur eru sérstaklega krefjandi. Aðkoma viðbragðsaðila Það er ekki auðvelt að sjá hvernig viðbragðsaðilar, sjúkrabílar og slökkvilið, eigi að komast að innstu byggingum. Í uppfærðum skilmálum segir að „tryggja þarf aðkomu viðbragðsaðila um svæðið og aðgengi að byggingum í samræmi við reglugerðir og fyrirmæli slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.“ Engar athugasemdir bárust í umsagnarferli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort tillagan hafi verið kynnt slökkviliðinu. Það væri grafalvarlegt ef framkvæmdaleyfi yrði gefið út án þess að viðbragðsaðilar hefðu fjallað um málið. Yfirborð Skilmálar upphaflegrar deiliskipulagstillögu gerðu ráð fyrir að „bílastæði sem ekki eru í borgarrými skulu vera með grassteini með að minnsta kosti 50% grasflatarmáli.“ Einnig segir að „vegur af gerð C skal vera með grassteini með minnst 50% grasflatarmáli.“ Vegir og bílastæði með grassteini eru ónothæf fyrir hreyfihamlaða; fólk sem styðst við göngugrind eða hækju getur trauðla farið um götu með slíkum yfirborði. Gert er ráð fyrir að sá hluti götunnar sem er næst Bústaðavegi, merktur með appelsínugulum borða á myndinni, sé vegur af „gerð C“. Á þessum veghluta, sem er hindrun fyrir fólk með skerta hreyfigetu, er jafnframt gert ráð fyrir tveimur stæðum fyrir hreyfihamlaða. Þrátt fyrir ábendingar og skýr ákvæði byggingarreglugerðar um að bílastæðin „skulu vera með bundnu og sléttu yfirborðsefni með hálkuvörn“ setur Reykjavíkurborg enn grasstein í skilmála fyrir bílastæði hreyfihamlaðra. Síðast fyrir nokkrum vikum í deiliskipulagstillögu í Breiðholti. Gefum Samfylkingunni frí Margt hefur batnað frá fyrstu hugmyndum Reykjavíkurborgar um skipulag Veðurstofureits, aðallega á lokametrunum í vinnu Skipulagsstofnunnar. Það blasir þó við að tillit til aðgengismála hefur ekki verið hluti af stefnu meirihlutans sem stýrt hefur borginni. Því hefur meðal annars starf aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar því miður að mestu snúist um að laga mistök eftir á. Það er bæði dýrt og óhagkvæmt. Fyrsta útgáfa deiliskipulags Veðurstofureits stefndi í skipulagsslys, slys sem markast af tillitsleysi meirihlutans í Reykjavík við borgarana. Enn eru veigamiklir þættir sem á eftir að laga eða skýra. Lítil líkindi eru til þess að þau sem nú stýra borginni láti af stefnu sinni og vinnubrögðum þar sem aðgengi þeirra sem eiga mest undir skiptir litlu. Samfylkingin og meðreiðarsveinar þeirra hafa vélað um skipulag Reykjavíkur of lengi. Hafi þau einhvern tíma viljað hlusta á Reykvíkinga er sá tími löngu liðinn. Þess vegna er kominn tími til að gefa Samfylkingunni frí frá stjórn og skipulagi Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“. Áhyggjur sem þessar eru réttmætar, enda segir reynslan að áhugi borgaryfirvalda á því að fara eftir aðgengisviðmiðum sé í besta falli tilviljunarkenndur. Má nefna að undir lok síðasta árs var deiliskipulag fyrir Veðurstofureit samþykkt og í sumar lauk athugasemdaferli þess hjá Skipulagsstofnun. Málið er enn í athugun samkvæmt vef Skipulagsstofnunar. En frá upphafi skipulagsferlisins er ekki hægt að segja að Reykjavíkurborg hafi sýnt kröfum um aðgengi hreyfihamlaðra áhuga eða sjálfstæðan vilja til að fylgja byggingarreglugerð. Fjarlægð frá bílastæðum að íbúðum Að neðan er mynd úr uppfærðum deiliskipulagsgögnum þar sem sjá má áformuð bílastæði ætluð hreyfihömluðum eða sem sleppistæði, merkt með bleikum hring. Upphaflegar fyrirætlanir Reykjavíkurborgar voru að hafa að hámarki 5 bílastæði fyrir hreyfihamlaða á svæðinu og uppfylla kröfur með því að koma þeim fyrir í fjölnotabílahúsi (merkt 7) sem er lengst til vinstri á myndinni. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða þrefölduðust í umsagnarferli Skipulagsstofnunar og líklega er þar helst um að þakka reglugerðarbreytingu félags- og húsnæðismálaráðherra frá júní. Þakka ber ráðherra fyrir þá breytingu. Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar voru, og eru enn að hluta, eins og fram kemur í deiliskipulagslýsingunni, að koma bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í fjölnotabílahúsinu. Eins og segir í texta í uppfærðum skilmálum deiliskipulagslýsingarinnar. Bílastæði taka mikið pláss og það er mikill kostnaður fólginn í því að útbúa þau. Þau takmarka möguleikann á regnvatnssvæðum og grænum svæðum. Því er markmiðið að halda bílastæðaviðmiðum í lágmarki, koma meirihluta þeirra fyrir í fjölnotahúsinu sem hægt er að aðlaga með tímanum en staðsetja stök bílastæði inni á svæðinu til að auðvelda íbúum daglegt líf. Um 200 metrar eru í beinni loftlínu frá bílahúsinu að fjölbýlishúsunum sem eru fjærst, líklega 250 metra gönguleið, en tæplega 40 metrar frá bílahúsi að næstu húsum. Þetta er vel umfram nýjar reglur sem kveða á um 25 metra að hámarki. Bílahúsið nýtist því ekki fyrir hreyfihamlaða að neinu marki og verður hindrun. Þess má geta að fjærst verða íbúðir Bjargs, íbúðirnar sem barnafólk er líklegast til að kaupa. Fjöldi bílastæða Byggingarreglugerð kveður á um að fjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhús með 65 íbúðir skuli vera að lágmarki 4. Þegar um fleiri íbúðir er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverjar byrjaðar 25 íbúðir. Fjöldi íbúða á Veðurstofureit er 218 samkvæmt gögnum og því þurfa þau að vera að minnsta kosti 11 á svæðinu. Eins og áður sagði gerði deiliskipulagstillaga Reykjavíkurborgar ráð fyrir 5 stæðum fyrir hreyfihamlaða á svæðinu og rest í bílahúsi í 40–200 metra fjarlægð. Uppfærð deiliskipulagsgögn taka mið af nýjum reglum en það var ekki að finna í upphaflegum áætlunum borgarinnar. Nú er gert ráð fyrir að minnsta kosti 14 bílastæðum merktum hreyfihömluðum. Það er vekur furðu að aðeins á lokametrum skipulagsferlisins hafi verið farið eftir byggingarreglugerð. Hæðarmismunur Annað sem upphaflegt deiliskipulag tók aðeins takmarkað tillit til var hæðarmismunur í landinu. Veðurstofureiturinn er á hæð og frá miðju svæðisins að neðsta punkti er rúmlega 3 metra hæðarmismunur. Hæðarmunur milli ætlaðra innganga bílahússins og neðsta hússins næst því (merkt 6.4) er 1,5 metrar. Samkvæmt gögnum borgarvefsjár eru um tveir metrar frá næsta merkta stæði fyrir hreyfihamlaða niður að byggingu merkt 6.5. Byggingarreglugerð kveður á um að halli á gönguleiðum megi ekki vera meiri en 1:20, eða einn metri á hæð á hverja 20 lengdarmetra. Einnig er kvöð um að fyrir hverja 60 cm hæðaraukningu þurfi að vera að minnsta kosti 1,5 metra láréttur hvíldarflötur. Gönguleiðir frá miðju svæðisins niður að neðstu byggingum þurfa því að hafa 3–4 slíka palla. Engin merki eru um slíka hvíldarfleti í deiliskipulagsgögnum. Takmarkað tillit virðist tekið til þess að hreyfihamlaðir geta fæstir farið um langan veg, og brekkur eru sérstaklega krefjandi. Aðkoma viðbragðsaðila Það er ekki auðvelt að sjá hvernig viðbragðsaðilar, sjúkrabílar og slökkvilið, eigi að komast að innstu byggingum. Í uppfærðum skilmálum segir að „tryggja þarf aðkomu viðbragðsaðila um svæðið og aðgengi að byggingum í samræmi við reglugerðir og fyrirmæli slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.“ Engar athugasemdir bárust í umsagnarferli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort tillagan hafi verið kynnt slökkviliðinu. Það væri grafalvarlegt ef framkvæmdaleyfi yrði gefið út án þess að viðbragðsaðilar hefðu fjallað um málið. Yfirborð Skilmálar upphaflegrar deiliskipulagstillögu gerðu ráð fyrir að „bílastæði sem ekki eru í borgarrými skulu vera með grassteini með að minnsta kosti 50% grasflatarmáli.“ Einnig segir að „vegur af gerð C skal vera með grassteini með minnst 50% grasflatarmáli.“ Vegir og bílastæði með grassteini eru ónothæf fyrir hreyfihamlaða; fólk sem styðst við göngugrind eða hækju getur trauðla farið um götu með slíkum yfirborði. Gert er ráð fyrir að sá hluti götunnar sem er næst Bústaðavegi, merktur með appelsínugulum borða á myndinni, sé vegur af „gerð C“. Á þessum veghluta, sem er hindrun fyrir fólk með skerta hreyfigetu, er jafnframt gert ráð fyrir tveimur stæðum fyrir hreyfihamlaða. Þrátt fyrir ábendingar og skýr ákvæði byggingarreglugerðar um að bílastæðin „skulu vera með bundnu og sléttu yfirborðsefni með hálkuvörn“ setur Reykjavíkurborg enn grasstein í skilmála fyrir bílastæði hreyfihamlaðra. Síðast fyrir nokkrum vikum í deiliskipulagstillögu í Breiðholti. Gefum Samfylkingunni frí Margt hefur batnað frá fyrstu hugmyndum Reykjavíkurborgar um skipulag Veðurstofureits, aðallega á lokametrunum í vinnu Skipulagsstofnunnar. Það blasir þó við að tillit til aðgengismála hefur ekki verið hluti af stefnu meirihlutans sem stýrt hefur borginni. Því hefur meðal annars starf aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar því miður að mestu snúist um að laga mistök eftir á. Það er bæði dýrt og óhagkvæmt. Fyrsta útgáfa deiliskipulags Veðurstofureits stefndi í skipulagsslys, slys sem markast af tillitsleysi meirihlutans í Reykjavík við borgarana. Enn eru veigamiklir þættir sem á eftir að laga eða skýra. Lítil líkindi eru til þess að þau sem nú stýra borginni láti af stefnu sinni og vinnubrögðum þar sem aðgengi þeirra sem eiga mest undir skiptir litlu. Samfylkingin og meðreiðarsveinar þeirra hafa vélað um skipulag Reykjavíkur of lengi. Hafi þau einhvern tíma viljað hlusta á Reykvíkinga er sá tími löngu liðinn. Þess vegna er kominn tími til að gefa Samfylkingunni frí frá stjórn og skipulagi Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun