Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar 25. ágúst 2025 07:30 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun