Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar 25. ágúst 2025 12:30 Nýlega var tekin fyrsta skóflustungan við stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltúns, vegna aðkallandi þarfar á hjúkrunarrýmum fyrir elstu kynslóðina. Ráðherra og forstjóri Sóltúns stilltu sér upp brosandi og hreyknar yfir skóflustungunni. En yfir hverju er verið að brosa? Það er óvíst að forsaga þessara framkvæmda sé öllum kunn og heildarmyndin er allt annað en brosleg. Forsaga málsins Fyrir þremur áratugum var hjúkrunarheimilinu Sóltúni úthlutað lóð úr gamla Ármannsreitnum, Sóltún 4, lóð sunnan við Mánatún. Lóðina átti að nýta undir stækkun hjúkrunarheimilisins, og má enn finna skipulagsuppdrætti í Skipulagsvefsjá af metnaðarfullri og glæsilegri fyrirhugaðri stækkun, annars vegar frá 2008 og svo frá 2012. Uppdrættina má nálgast hér. Í uppdrættinum frá 2012 var fyrirhugaðri stækkun við Sóltún 4 lýst svona: „Hjúkrunartengd þjónustubygging, Sóltún 4. Heimilt er að byggja allt að 4 hæðir auk kjallara. Hámarkshæð 14 metrar.“ Samtals var heimild til að bæta við 137 hjúkrunarrýmum, þar af 28 í Sóltúni 2 og 109 hjúkrunarrýmum í hinu enn óbyggða Sóltúni 4. Nokkrum árum seinna kváðust talsmenn hjúkrunarheimilisins „neyðast" til þess að selja Sóltún 4 vegna fjárskorts, m.a. af því að ríkið neitaði að greiða fyrir stækkunina. Um þetta hefur áður verið fjallað í fjölmiðlum.Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreithttps://heimildin.is/grein/21601/https://heimildin.is/grein/20598/https://heimildin.is/grein/21196/https://heimildin.is/grein/5470/ Til að selja reitinn þurfti að breyta deiliskipulaginu og skilgreina landnotkun úr samfélagsþjónustu yfir í almennar íbúðir. Einhvern veginn fór sú deiliskipulagsbreyting í gegn, þrátt fyrir hávær mótmæli og kærur. Nýjasta og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 79 almennum íbúðum á þessu litla frímerki, og var samþykkt í Borgarráði 6. desember 2022. Breytingartillaga um stækkun byggingarmagns og fjölgun íbúða var svo samþykkt að hluta og með breytingum árið 2023 eftir kæru til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála, sjá hér . Hver græðir? Samningur um uppbygginguna á Sóltúni 4 var undirritaður milli Sóltúns ehf. og Reykjavíkurborgar þann 4. febrúar 2022. Stuttu seinna, nánar tiltekið 23. maí 2022, var undirritað samkomulag um aðilaskipti, sjá hér. Þar segir m.a.: Óskað er eftir að borgarráð samþykki að í stað Sóltún 4 ehf., kt. 420805-1360, taki Fjallasól ehf., kt. 630614-1120, við réttindum og skyldum samkvæmt samkomulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Sóltún 2-4 í Reykjavík, dags. 4. febrúar 2022. Í útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 16. nóvember 2022 (sjá hér) kemur fram:. „Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. [síðar Fjallasól ehf.], dags. 16. júní 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin sem lögð er til felst í meginatriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota, annars vegar hjúkrunarheimili í nr. 2 og íbúðir í nr.4. Breytingar varðandi húshluta [Sóltúns] nr. 2 er að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5. hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta [Sóltúns] nr. 4 eru þær að formi byggingareits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðarheimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6.hæð að hluta.” Í Viðskiptablaðinu 13. ágúst 2023 var nánar greint frá þessum svokölluðu „aðilaskiptum”, þ.e.a.s. að Sóltún 4 hefði verið seld, og að kaupendur lóðarinnar væri Langisjór ehf. (kt. 691205-2070) sem er m.a. móðurfélag Mata. Greint er frá því í grein Viðskiptablaðsins að lóðin hafi verið keypt á 1,3 milljarð. Hjúkrunarheimilið Sóltún, sem í dag er að mestum hluta í eigu Regins fasteignafélags, græddi 513 milljónir við söluna/aðilaskiptin. Núverandi skráðir eigendur Sóltúns 4 eru Fjallasól ehf. (630614-1120), sem er dótturfyrirtæki byggingar- og þróunarverkefnis Langasjávar ehf. Þau hyggjast nú byggja fimm hæða fjölbýlishús með hátt í 100 íbúðir á þessari litlu lóð. Lóð, sem einu sinni átti að hýsa samfélagsþjónustu og fara undir hjúkrunarheimili. Helmingi færri hjúkrunarrými en fyrirhugað var Aftur að brosmildu skóflustungunni. Við tilefnið flutti ráðherra ræðu og sagði: „Þið eruð svo sannarlega að leggja ykkar af mörkum til að við getum komið okkar fólki í skjól,“ [...] „Við ætlum að eyða biðlistum og við sjáum að uppbygging hjúkrunarrýma mun líka losa um flöskuhálsinn á Landspítala og víðar og gjörbreyta þannig stöðunni fyrir sjúkrahúsin okkar. Þetta er forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar, uppbygging á hjúkrunarrýmum.“ Hvernig ætla eigendur Sóltúns að leggja sitt af mörkum til að koma okkar fólki í skjól? Væntanlega ekki með því að byggja á gömlu lóðinni Sóltúni 4 og nýta áður samþykktar teikningar, því þá myndu þau þurfa að kaupa lóðina tilbaka og það geta þau ekki - enda eru eigendur „fjársvelta” hjúkrunarheimilisins eflaust löngu búin að eyða söluágóðanum. Þess í stað er fyrirhugað að bæta við hæð ofan á hjúkrunarheimilið og byggja við C og D álmu á þegar aðþrengdri lóð hjúkrunarheimilisins. Með því bætast við 67 hjúkrunarrými. Byggingarlýsingu og uppdrætti má finna inni á borgarvefsjá. Engin ástæða til að brosa Hvers vegna í ósköpunum skikkaði ríkisstjórnin hjúkrunarheimilið ekki til að kaupa lóðina Sóltún 4 aftur til baka? Var mikilvægara að brosa við skóflustunguna? Veit ríkisstjórnin ekki að helmingi færri hjúkrunarrýmum verður bætt við en upphaflega var heimild fyrir? Veit ríkisstjórnin ekki að sjúkir og aldraðir munu dvelja í öllum látunum við stækkun hjúkrunarheimilisins, á meðan lóðin Sóltún 4 stendur enn auð? Stækkunin hefur í för með sér aukið álag á starfsfólk hjúkrunarheimilisins, vistfólk og aðstandendur. Allt vegna þess að eigendur hjúkrunarheimilisins, „neyddust” til að selja lóðina Sóltún 4 og greiddu sér við söluna milljónir í arðgreiðslur. Þetta lóðabrask þýðir jafnframt að eina græna frímerki Túnanna breytist í enn einn blokkarsteypuklumpinn. Steyptur minnisvarði um að í þrjá áratugi hefur græðgin verið mannúðinni yfirsterkari á þessum litla reit. Forstjóri Sóltúns þakkaði fyrir skóflustunguna með sinni ræðu: „Þetta er stórt og mikilvægt skref sem gerir okkur kleift að veita fleira eldra fólki þá umhyggju, virðingu og öryggi sem það á skilið. Við erum þakklát fyrir traustið sem ríkið sýnir okkur með því að fá að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu sem brýn þörf er á.“ Ég sé ekki ástæðu til þess að brosa, og eldra fólk, sem og við öll í hverfinu, eigum betra skilið. Höfundur er íbúi í Mánatúni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Hjúkrunarheimili Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nýlega var tekin fyrsta skóflustungan við stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltúns, vegna aðkallandi þarfar á hjúkrunarrýmum fyrir elstu kynslóðina. Ráðherra og forstjóri Sóltúns stilltu sér upp brosandi og hreyknar yfir skóflustungunni. En yfir hverju er verið að brosa? Það er óvíst að forsaga þessara framkvæmda sé öllum kunn og heildarmyndin er allt annað en brosleg. Forsaga málsins Fyrir þremur áratugum var hjúkrunarheimilinu Sóltúni úthlutað lóð úr gamla Ármannsreitnum, Sóltún 4, lóð sunnan við Mánatún. Lóðina átti að nýta undir stækkun hjúkrunarheimilisins, og má enn finna skipulagsuppdrætti í Skipulagsvefsjá af metnaðarfullri og glæsilegri fyrirhugaðri stækkun, annars vegar frá 2008 og svo frá 2012. Uppdrættina má nálgast hér. Í uppdrættinum frá 2012 var fyrirhugaðri stækkun við Sóltún 4 lýst svona: „Hjúkrunartengd þjónustubygging, Sóltún 4. Heimilt er að byggja allt að 4 hæðir auk kjallara. Hámarkshæð 14 metrar.“ Samtals var heimild til að bæta við 137 hjúkrunarrýmum, þar af 28 í Sóltúni 2 og 109 hjúkrunarrýmum í hinu enn óbyggða Sóltúni 4. Nokkrum árum seinna kváðust talsmenn hjúkrunarheimilisins „neyðast" til þess að selja Sóltún 4 vegna fjárskorts, m.a. af því að ríkið neitaði að greiða fyrir stækkunina. Um þetta hefur áður verið fjallað í fjölmiðlum.Hátt í 80 íbúðir í nýju fjölbýli á Ármannsreithttps://heimildin.is/grein/21601/https://heimildin.is/grein/20598/https://heimildin.is/grein/21196/https://heimildin.is/grein/5470/ Til að selja reitinn þurfti að breyta deiliskipulaginu og skilgreina landnotkun úr samfélagsþjónustu yfir í almennar íbúðir. Einhvern veginn fór sú deiliskipulagsbreyting í gegn, þrátt fyrir hávær mótmæli og kærur. Nýjasta og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 79 almennum íbúðum á þessu litla frímerki, og var samþykkt í Borgarráði 6. desember 2022. Breytingartillaga um stækkun byggingarmagns og fjölgun íbúða var svo samþykkt að hluta og með breytingum árið 2023 eftir kæru til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála, sjá hér . Hver græðir? Samningur um uppbygginguna á Sóltúni 4 var undirritaður milli Sóltúns ehf. og Reykjavíkurborgar þann 4. febrúar 2022. Stuttu seinna, nánar tiltekið 23. maí 2022, var undirritað samkomulag um aðilaskipti, sjá hér. Þar segir m.a.: Óskað er eftir að borgarráð samþykki að í stað Sóltún 4 ehf., kt. 420805-1360, taki Fjallasól ehf., kt. 630614-1120, við réttindum og skyldum samkvæmt samkomulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Sóltún 2-4 í Reykjavík, dags. 4. febrúar 2022. Í útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 16. nóvember 2022 (sjá hér) kemur fram:. „Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. [síðar Fjallasól ehf.], dags. 16. júní 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin sem lögð er til felst í meginatriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota, annars vegar hjúkrunarheimili í nr. 2 og íbúðir í nr.4. Breytingar varðandi húshluta [Sóltúns] nr. 2 er að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5. hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta [Sóltúns] nr. 4 eru þær að formi byggingareits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðarheimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6.hæð að hluta.” Í Viðskiptablaðinu 13. ágúst 2023 var nánar greint frá þessum svokölluðu „aðilaskiptum”, þ.e.a.s. að Sóltún 4 hefði verið seld, og að kaupendur lóðarinnar væri Langisjór ehf. (kt. 691205-2070) sem er m.a. móðurfélag Mata. Greint er frá því í grein Viðskiptablaðsins að lóðin hafi verið keypt á 1,3 milljarð. Hjúkrunarheimilið Sóltún, sem í dag er að mestum hluta í eigu Regins fasteignafélags, græddi 513 milljónir við söluna/aðilaskiptin. Núverandi skráðir eigendur Sóltúns 4 eru Fjallasól ehf. (630614-1120), sem er dótturfyrirtæki byggingar- og þróunarverkefnis Langasjávar ehf. Þau hyggjast nú byggja fimm hæða fjölbýlishús með hátt í 100 íbúðir á þessari litlu lóð. Lóð, sem einu sinni átti að hýsa samfélagsþjónustu og fara undir hjúkrunarheimili. Helmingi færri hjúkrunarrými en fyrirhugað var Aftur að brosmildu skóflustungunni. Við tilefnið flutti ráðherra ræðu og sagði: „Þið eruð svo sannarlega að leggja ykkar af mörkum til að við getum komið okkar fólki í skjól,“ [...] „Við ætlum að eyða biðlistum og við sjáum að uppbygging hjúkrunarrýma mun líka losa um flöskuhálsinn á Landspítala og víðar og gjörbreyta þannig stöðunni fyrir sjúkrahúsin okkar. Þetta er forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar, uppbygging á hjúkrunarrýmum.“ Hvernig ætla eigendur Sóltúns að leggja sitt af mörkum til að koma okkar fólki í skjól? Væntanlega ekki með því að byggja á gömlu lóðinni Sóltúni 4 og nýta áður samþykktar teikningar, því þá myndu þau þurfa að kaupa lóðina tilbaka og það geta þau ekki - enda eru eigendur „fjársvelta” hjúkrunarheimilisins eflaust löngu búin að eyða söluágóðanum. Þess í stað er fyrirhugað að bæta við hæð ofan á hjúkrunarheimilið og byggja við C og D álmu á þegar aðþrengdri lóð hjúkrunarheimilisins. Með því bætast við 67 hjúkrunarrými. Byggingarlýsingu og uppdrætti má finna inni á borgarvefsjá. Engin ástæða til að brosa Hvers vegna í ósköpunum skikkaði ríkisstjórnin hjúkrunarheimilið ekki til að kaupa lóðina Sóltún 4 aftur til baka? Var mikilvægara að brosa við skóflustunguna? Veit ríkisstjórnin ekki að helmingi færri hjúkrunarrýmum verður bætt við en upphaflega var heimild fyrir? Veit ríkisstjórnin ekki að sjúkir og aldraðir munu dvelja í öllum látunum við stækkun hjúkrunarheimilisins, á meðan lóðin Sóltún 4 stendur enn auð? Stækkunin hefur í för með sér aukið álag á starfsfólk hjúkrunarheimilisins, vistfólk og aðstandendur. Allt vegna þess að eigendur hjúkrunarheimilisins, „neyddust” til að selja lóðina Sóltún 4 og greiddu sér við söluna milljónir í arðgreiðslur. Þetta lóðabrask þýðir jafnframt að eina græna frímerki Túnanna breytist í enn einn blokkarsteypuklumpinn. Steyptur minnisvarði um að í þrjá áratugi hefur græðgin verið mannúðinni yfirsterkari á þessum litla reit. Forstjóri Sóltúns þakkaði fyrir skóflustunguna með sinni ræðu: „Þetta er stórt og mikilvægt skref sem gerir okkur kleift að veita fleira eldra fólki þá umhyggju, virðingu og öryggi sem það á skilið. Við erum þakklát fyrir traustið sem ríkið sýnir okkur með því að fá að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu sem brýn þörf er á.“ Ég sé ekki ástæðu til þess að brosa, og eldra fólk, sem og við öll í hverfinu, eigum betra skilið. Höfundur er íbúi í Mánatúni.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun