Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar 25. ágúst 2025 14:03 Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Síðasta innlegg Finns var birt í skoðanagrein á Vísi þann 14. ágúst síðastliðinn. Ég hef látið það dragast úr hófi fram að svara grein Finns en í henni kynnir hann til leiks hugtakið akademíska kurteisi til að undirbyggja þá afstöðu sína að akademísk frelsi beri að skilgreina þröngt. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að aðgreiningin á milli akademísks frelsis og akademískrar kurteisi byggi á misskilningi á því hvernig prinsipp virka. Frelsi og kurteisi Eins og ég skildi málflutning Finns fram að birtingu téðrar greinar var hann að verja rétt starfsfólk Háskólans til að koma í veg fyrir opinbera fyrirlestra ef þau teldu sig hafa einhverja ástæðu til. Núna er ég ekki svo viss. Finnur vill skilgreina akademískt frelsi þröngt. Þó hann fari þar gegn stefnu flestra samtaka og stofnana sem láta sig akademískt frelsi varða þýðir það ekki þar með að hann hafi rangt fyrir sér. Kannski að slíkir aðilar séu komnir fram úr sér. Það verður að meta málflutning Finns sem slíkan en ekki út frá sjónarmiðum annarra. Þó Finnur telji þöggunartilburði mótmælenda ekki brjóta gegn akademísku frelsi í þeim þrönga skilningi sem hann leggur í hugtakið virðist hann engu að síður telja að þau hafi gert eitthvað rangt. Til að ná utan um það kynnir hann til sögunnar hugtakið „akademísk kurteisi“. Gil Epstein var, að mati Finns, sýnd akademísk ókurteisi sem sé kannski ekki gott en þó ekki eins alvarlegt og ef það var brotið gegn akademísku frelsi hans. Kurteisi í siðareglum Háskóla Íslands Það er þessi kurteisisvinkill sem fær mig til að efast um að markmið Finns hafi verið að verja starfsfólk Háskóla Íslands sem tók þátt í þögguninni. Ég hefði að minnsta kosti ekki tekið þessa línu ef megin markmið mitt væri að bera blak af þeim einfaldlega vegna þess að siðareglur skólans fjalla á nokkuð skýran hátt um kurteisi, sbr. grein nr. 2.1: „Við komum fram við aðra af kurteisi, réttsýni og virðingu ...“ Að mati Finns var Gil Epstein sýnd ókurteisi og ef það er rétt þá má færa rök fyrir því að starfsfólk Háskólans sem stöðvaði fyrirlestur hans hafi gerst brotlegt við ofangreint ákvæði siðareglna. Finnur fríar því téð starfsfólk ekki ábyrgð gagnvart siðareglunum en skilgreinir hugsanlega hvaða ákvæði þau kunna að hafa brotið gegn. Gildi og prinsipp En hvers vegna vill Finnur takmarka inntak akademísks frelsis? Ég held við getum svarað því með því að leggja út af þessum orðum Finns: „Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum.“ Finnur hefur rétt fyrir sér um að ósamrýmanleg gildi þarf oft að vega og meta. Við Finnur erum líka sammála um að akademískt frelsi sé prinsipp fremur en gildi. Raunar má segja að ágreiningur okkar snúist að nokkru leyti um hvort akademísk kurteisi falli undir akademískt frelsi eða hvort hún sé eitthvað annað og léttvægara. Ég túlka til dæmis ákvæði 3.1 í siðareglum Háskóla Íslands „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna og tjáningar á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar“ þannig að það nái til þöggunar fyrirlesara en þetta er fyrsta ákvæðið í 3. kafla siðareglnanna en sá kafli ber einmitt yfirskriftina „Akademískt frelsi“. Ég get vissulega fallist á að framganga mótmælenda hafi einkennst af ókurteisi og falli þannig einnig undir ákvæði 2.1 en ég tel að ókurteisin hafi jafnframt brotið gegn akademísku Gils Epsteins. Finnur telur hins vegar akademíska kurteisi vera annars eðlis, vera gildi sem verði að vega og meta á móti öðrum gildum. Sumsé, prinsipp eru ófrávíkjanleg, gildi eru umsemjanleg. Núningslaus prinsipp Finnur segir það ekki berum orðum, en eina leiðin sem ég finn til að láta þessa pælingu hans ganga upp er að það þurfi að skilgreina akademískt frelsi þröngt svo það rekist ekki á við önnur prinsipp. Það er hérna sem ég lendi í vandræðum því mér finnst augljóst að prinsipp geti rekist á hvert annað og geri það reglulega í lífi prinsippfólks sem þarf þá að gera upp á milli þeirra. Ég held að aðgreining Finns á gildum og prinsippum sé einfaldlega röng: bæði gildi og prinsipp þarf stundum að vega og meta á móti öðrum slíkum. Ég held að rétta leiðin til að greina á milli gilda og prinsippa sé að líta á gildi eins og áttavita og prinsipp eins og kort. Gildi eru almennt óhlutbundnar hugmundir um rétt og rangt, gott og vont og svo framvegis. Prinsipp byggja á gildum og eru hins vegar einhverslags reglur um hvernig við hegðum okkur til samræmis við þau gildi sem við aðhyllumst. Gildi segja til um hvert við stefnum, prinsippin sýna og okkur leiðina þangað (ef þau byggja á réttum forsendum). Af því prinsipp hvíla á gildum, sem geta rekist á, er ljóst að prinsipp sem leiða af ólíkum gildum geta einnig rekist á. Þess vegna er sérkennilegt að þrengja akademískt frelsi með þeim rökum að það megi ekki rekast á önnur prinsipp. Slík þrenging byggir á misskilningi um hvað prinsipp eru og grefur undan þeirri vernd sem akademískt frelsi á að tryggja. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Síðasta innlegg Finns var birt í skoðanagrein á Vísi þann 14. ágúst síðastliðinn. Ég hef látið það dragast úr hófi fram að svara grein Finns en í henni kynnir hann til leiks hugtakið akademíska kurteisi til að undirbyggja þá afstöðu sína að akademísk frelsi beri að skilgreina þröngt. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að aðgreiningin á milli akademísks frelsis og akademískrar kurteisi byggi á misskilningi á því hvernig prinsipp virka. Frelsi og kurteisi Eins og ég skildi málflutning Finns fram að birtingu téðrar greinar var hann að verja rétt starfsfólk Háskólans til að koma í veg fyrir opinbera fyrirlestra ef þau teldu sig hafa einhverja ástæðu til. Núna er ég ekki svo viss. Finnur vill skilgreina akademískt frelsi þröngt. Þó hann fari þar gegn stefnu flestra samtaka og stofnana sem láta sig akademískt frelsi varða þýðir það ekki þar með að hann hafi rangt fyrir sér. Kannski að slíkir aðilar séu komnir fram úr sér. Það verður að meta málflutning Finns sem slíkan en ekki út frá sjónarmiðum annarra. Þó Finnur telji þöggunartilburði mótmælenda ekki brjóta gegn akademísku frelsi í þeim þrönga skilningi sem hann leggur í hugtakið virðist hann engu að síður telja að þau hafi gert eitthvað rangt. Til að ná utan um það kynnir hann til sögunnar hugtakið „akademísk kurteisi“. Gil Epstein var, að mati Finns, sýnd akademísk ókurteisi sem sé kannski ekki gott en þó ekki eins alvarlegt og ef það var brotið gegn akademísku frelsi hans. Kurteisi í siðareglum Háskóla Íslands Það er þessi kurteisisvinkill sem fær mig til að efast um að markmið Finns hafi verið að verja starfsfólk Háskóla Íslands sem tók þátt í þögguninni. Ég hefði að minnsta kosti ekki tekið þessa línu ef megin markmið mitt væri að bera blak af þeim einfaldlega vegna þess að siðareglur skólans fjalla á nokkuð skýran hátt um kurteisi, sbr. grein nr. 2.1: „Við komum fram við aðra af kurteisi, réttsýni og virðingu ...“ Að mati Finns var Gil Epstein sýnd ókurteisi og ef það er rétt þá má færa rök fyrir því að starfsfólk Háskólans sem stöðvaði fyrirlestur hans hafi gerst brotlegt við ofangreint ákvæði siðareglna. Finnur fríar því téð starfsfólk ekki ábyrgð gagnvart siðareglunum en skilgreinir hugsanlega hvaða ákvæði þau kunna að hafa brotið gegn. Gildi og prinsipp En hvers vegna vill Finnur takmarka inntak akademísks frelsis? Ég held við getum svarað því með því að leggja út af þessum orðum Finns: „Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum.“ Finnur hefur rétt fyrir sér um að ósamrýmanleg gildi þarf oft að vega og meta. Við Finnur erum líka sammála um að akademískt frelsi sé prinsipp fremur en gildi. Raunar má segja að ágreiningur okkar snúist að nokkru leyti um hvort akademísk kurteisi falli undir akademískt frelsi eða hvort hún sé eitthvað annað og léttvægara. Ég túlka til dæmis ákvæði 3.1 í siðareglum Háskóla Íslands „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna og tjáningar á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar“ þannig að það nái til þöggunar fyrirlesara en þetta er fyrsta ákvæðið í 3. kafla siðareglnanna en sá kafli ber einmitt yfirskriftina „Akademískt frelsi“. Ég get vissulega fallist á að framganga mótmælenda hafi einkennst af ókurteisi og falli þannig einnig undir ákvæði 2.1 en ég tel að ókurteisin hafi jafnframt brotið gegn akademísku Gils Epsteins. Finnur telur hins vegar akademíska kurteisi vera annars eðlis, vera gildi sem verði að vega og meta á móti öðrum gildum. Sumsé, prinsipp eru ófrávíkjanleg, gildi eru umsemjanleg. Núningslaus prinsipp Finnur segir það ekki berum orðum, en eina leiðin sem ég finn til að láta þessa pælingu hans ganga upp er að það þurfi að skilgreina akademískt frelsi þröngt svo það rekist ekki á við önnur prinsipp. Það er hérna sem ég lendi í vandræðum því mér finnst augljóst að prinsipp geti rekist á hvert annað og geri það reglulega í lífi prinsippfólks sem þarf þá að gera upp á milli þeirra. Ég held að aðgreining Finns á gildum og prinsippum sé einfaldlega röng: bæði gildi og prinsipp þarf stundum að vega og meta á móti öðrum slíkum. Ég held að rétta leiðin til að greina á milli gilda og prinsippa sé að líta á gildi eins og áttavita og prinsipp eins og kort. Gildi eru almennt óhlutbundnar hugmundir um rétt og rangt, gott og vont og svo framvegis. Prinsipp byggja á gildum og eru hins vegar einhverslags reglur um hvernig við hegðum okkur til samræmis við þau gildi sem við aðhyllumst. Gildi segja til um hvert við stefnum, prinsippin sýna og okkur leiðina þangað (ef þau byggja á réttum forsendum). Af því prinsipp hvíla á gildum, sem geta rekist á, er ljóst að prinsipp sem leiða af ólíkum gildum geta einnig rekist á. Þess vegna er sérkennilegt að þrengja akademískt frelsi með þeim rökum að það megi ekki rekast á önnur prinsipp. Slík þrenging byggir á misskilningi um hvað prinsipp eru og grefur undan þeirri vernd sem akademískt frelsi á að tryggja. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun