Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 10:01 Tómas Bent er að koma sér fyrir í Edinborg eftir stutt stopp í Reykjavík. Mynd/Hearts Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim. Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira