Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar 27. ágúst 2025 08:00 Einvera hefur lengi verið lituð af neikvæðum hugmyndum um einmanaleika, félagslega útilokun og sorg. Í gegnum tíðina hefur samfélagið hvatt fólk til að vera í nánum tengslum, helst í rómantísku sambandi, og sjaldnast hyllt þann sem kýs að vera einn. En þetta viðhorf er að breytast. Sífellt fleiri kjósa einveru af jákvæðum ástæðum: til að rækta sjálfa sig, njóta frelsis og hlusta á eigin þarfir. Fyrir suma er hún leið til að endurheimta sjálfstæði eftir samband, fyrir aðra andleg endurnýjun, og fyrir enn aðra lífsstíll sem veitir frið, dýpri sjálfsþekkingu og sterkari tengingu við náttúruna eða eigin sköpun. Á tímum þar sem kröfur um frammistöðu, tengsl og sýnileika aukast sífellt, getur einvera reynst ekki aðeins dýrmæt heldur nauðsynleg, sér í lagi fyrir þá sem vilja hlúa að geðheilsu og lífsgæðum. Að stíga út fyrir normið og skapa rými fyrir sjálfan sig getur verið djörf, en styrkjandi ákvörðun. Breytt samfélagsmynstur Á Íslandi endurspeglast þessi þróun í vaxandi fjölda einbúa. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru árið 2021 um 29,2% heimila skipuð einum einstaklingi, eða rúmlega 38 þúsund manns[1]. Á sambærilegan hátt sýna gögn Eurostat að árið 2024 voru einstaklingsheimili í Evrópusambandinu 24,1%. Þessi þróun gefur tilefni til að endurmeta ríkjandi viðhorf til einveru og einhleypni, sem lengi hafa borið neikvæðan blæ en endurspegla í auknum mæli breyttar samfélagsaðstæður og lífsgildi. Einvera sem val Í grein eftir Flora Tsapovsky sem birtist á BBC árið 2023, 'Humans need solitude': How being alone can make you happier, er fjallað um kvikmynd Wim Wenders, Perfect Days. Í stað þess að leita að svörum utan við sjálfa sig, sinnir aðalpersónan daglegum verkum eins og að vökva plöntur, lesa bækur og hlusta á kassettutónlist af ró og einlægni og finnur þannig tilgang í einfaldleikanum. Þótt áhugi á einveru virðist nýr, hefur hún lengi heillað listamenn og hugsuði. Það er eitthvað tignarlegt við þann sem stendur einn, ekki sem brotinn einstaklingur, heldur manneskja sem velur eigin vegferð. Í menningu þar sem frásagnir snúast gjarnan um ást og tengsl við aðra, minna þessar raddir okkur á að sjálfsnánd sé jafn mikilvæg. Einfaldir daglegir siðir, hugleiðsla, lestur og göngur geta verið leiðir til að rækta sambandið við sjálfan sig. Jafnvel stutt stund í einveru á dag getur aukið vellíðan og sköpun. Nýjar raddir og breytt umræðu Tsapovsky bendir á að á nýlega hafi komið fram fjöldi bóka um gildi einveru, svo sem Solitude: The Science and Power of Being Alone (2024) og Solo: Building a Remarkable Life of Your Own (2024). Þær brjóta upp ríkjandi frásagnir þar sem líf án maka er túlkað sem sorglegt eða tímabundið ástand og sýna í staðinn hvernig líf í einveru getur verið valdeflandi og fullt af merkingu og gleði. Blaðakonan Heather Hansen bendir á að eftir heimsfaraldurinn hafi umræðan um einmanaleika skyggt á möguleika og gildi einverunnar. Í faraldrinum upplifðu margir bæði einangrun og of mikla nánd, sem fékk þá til að endurskoða hvaða tengsl þeir þrá og hvers konar fjarlægð þeir þola. Einvera varð þannig meðvituð ákvörðun um rými, sjálfstæði og tengingu við sjálfan sig. Ný sýn yngri kynslóða Að mati Tsapovsky sést þessi viðhorfsbreyting skýrt hjá yngri kynslóðum. Samkvæmt bandarískri könnun frá 2023 telja tveir af hverjum fimm í kynslóð Z (fædd 1997-2012) og aldamótakynslóðinni (fædd 1981-1996) að hjónabandið sé úrelt hugmynd. Tölur frá bresku hagstofunni sýna að aðeins rétt rúmur helmingur einstaklinga sem tilheyrir kynslóð Z muni giftast. Nicola Slawson, höfundur bókarinnar Single: Living a Complete Life on Your Own Terms (2025), bendir á að fjölgun einbúa hafi fært umræðuna frá skömm yfir í frelsi. Að vera einn – en ekki einmana Það er mikilvægt að greina á milli þess að vera einn og að vera einmana. Einmanaleiki er tengslaleysi sem fólk upplifir gegn vilja sínum.Einvera er aftur á móti meðvituð ákvörðun og tækifæri til að hlusta, dýpka og endurnærast. Í heimi þar sem tengsl eru oft yfirborðsleg og hraðinn mikill, getur einvera verið eins konar helgidómur, skjól þar sem við við endurheimtum jafnvægi og tilgang. Einvera er ekki afneitun á tengslum við aðra heldur dýpkun á tengslum við okkur sjálf. Hún losar okkur undan væntingum annarra og gerir okkur kleift að hlusta á eigin þarfir, setja eigin takt. Fyrir marga er hún ekki aðeins hvíld frá áreiti heldur grundvöllur sjálfsskoðunar, sköpunar og sáttar við sjálfan sig. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. [1] Hér er um að ræða einstaklinga á öllum aldri sem búa einir á einkaheimilum og án barna. Þeir sem búa á stofnunum eru ekki meðtaldir í þessari tölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Einvera hefur lengi verið lituð af neikvæðum hugmyndum um einmanaleika, félagslega útilokun og sorg. Í gegnum tíðina hefur samfélagið hvatt fólk til að vera í nánum tengslum, helst í rómantísku sambandi, og sjaldnast hyllt þann sem kýs að vera einn. En þetta viðhorf er að breytast. Sífellt fleiri kjósa einveru af jákvæðum ástæðum: til að rækta sjálfa sig, njóta frelsis og hlusta á eigin þarfir. Fyrir suma er hún leið til að endurheimta sjálfstæði eftir samband, fyrir aðra andleg endurnýjun, og fyrir enn aðra lífsstíll sem veitir frið, dýpri sjálfsþekkingu og sterkari tengingu við náttúruna eða eigin sköpun. Á tímum þar sem kröfur um frammistöðu, tengsl og sýnileika aukast sífellt, getur einvera reynst ekki aðeins dýrmæt heldur nauðsynleg, sér í lagi fyrir þá sem vilja hlúa að geðheilsu og lífsgæðum. Að stíga út fyrir normið og skapa rými fyrir sjálfan sig getur verið djörf, en styrkjandi ákvörðun. Breytt samfélagsmynstur Á Íslandi endurspeglast þessi þróun í vaxandi fjölda einbúa. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru árið 2021 um 29,2% heimila skipuð einum einstaklingi, eða rúmlega 38 þúsund manns[1]. Á sambærilegan hátt sýna gögn Eurostat að árið 2024 voru einstaklingsheimili í Evrópusambandinu 24,1%. Þessi þróun gefur tilefni til að endurmeta ríkjandi viðhorf til einveru og einhleypni, sem lengi hafa borið neikvæðan blæ en endurspegla í auknum mæli breyttar samfélagsaðstæður og lífsgildi. Einvera sem val Í grein eftir Flora Tsapovsky sem birtist á BBC árið 2023, 'Humans need solitude': How being alone can make you happier, er fjallað um kvikmynd Wim Wenders, Perfect Days. Í stað þess að leita að svörum utan við sjálfa sig, sinnir aðalpersónan daglegum verkum eins og að vökva plöntur, lesa bækur og hlusta á kassettutónlist af ró og einlægni og finnur þannig tilgang í einfaldleikanum. Þótt áhugi á einveru virðist nýr, hefur hún lengi heillað listamenn og hugsuði. Það er eitthvað tignarlegt við þann sem stendur einn, ekki sem brotinn einstaklingur, heldur manneskja sem velur eigin vegferð. Í menningu þar sem frásagnir snúast gjarnan um ást og tengsl við aðra, minna þessar raddir okkur á að sjálfsnánd sé jafn mikilvæg. Einfaldir daglegir siðir, hugleiðsla, lestur og göngur geta verið leiðir til að rækta sambandið við sjálfan sig. Jafnvel stutt stund í einveru á dag getur aukið vellíðan og sköpun. Nýjar raddir og breytt umræðu Tsapovsky bendir á að á nýlega hafi komið fram fjöldi bóka um gildi einveru, svo sem Solitude: The Science and Power of Being Alone (2024) og Solo: Building a Remarkable Life of Your Own (2024). Þær brjóta upp ríkjandi frásagnir þar sem líf án maka er túlkað sem sorglegt eða tímabundið ástand og sýna í staðinn hvernig líf í einveru getur verið valdeflandi og fullt af merkingu og gleði. Blaðakonan Heather Hansen bendir á að eftir heimsfaraldurinn hafi umræðan um einmanaleika skyggt á möguleika og gildi einverunnar. Í faraldrinum upplifðu margir bæði einangrun og of mikla nánd, sem fékk þá til að endurskoða hvaða tengsl þeir þrá og hvers konar fjarlægð þeir þola. Einvera varð þannig meðvituð ákvörðun um rými, sjálfstæði og tengingu við sjálfan sig. Ný sýn yngri kynslóða Að mati Tsapovsky sést þessi viðhorfsbreyting skýrt hjá yngri kynslóðum. Samkvæmt bandarískri könnun frá 2023 telja tveir af hverjum fimm í kynslóð Z (fædd 1997-2012) og aldamótakynslóðinni (fædd 1981-1996) að hjónabandið sé úrelt hugmynd. Tölur frá bresku hagstofunni sýna að aðeins rétt rúmur helmingur einstaklinga sem tilheyrir kynslóð Z muni giftast. Nicola Slawson, höfundur bókarinnar Single: Living a Complete Life on Your Own Terms (2025), bendir á að fjölgun einbúa hafi fært umræðuna frá skömm yfir í frelsi. Að vera einn – en ekki einmana Það er mikilvægt að greina á milli þess að vera einn og að vera einmana. Einmanaleiki er tengslaleysi sem fólk upplifir gegn vilja sínum.Einvera er aftur á móti meðvituð ákvörðun og tækifæri til að hlusta, dýpka og endurnærast. Í heimi þar sem tengsl eru oft yfirborðsleg og hraðinn mikill, getur einvera verið eins konar helgidómur, skjól þar sem við við endurheimtum jafnvægi og tilgang. Einvera er ekki afneitun á tengslum við aðra heldur dýpkun á tengslum við okkur sjálf. Hún losar okkur undan væntingum annarra og gerir okkur kleift að hlusta á eigin þarfir, setja eigin takt. Fyrir marga er hún ekki aðeins hvíld frá áreiti heldur grundvöllur sjálfsskoðunar, sköpunar og sáttar við sjálfan sig. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. [1] Hér er um að ræða einstaklinga á öllum aldri sem búa einir á einkaheimilum og án barna. Þeir sem búa á stofnunum eru ekki meðtaldir í þessari tölu.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun