Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson og Sigurður Guðjónsson skrifa 27. ágúst 2025 10:01 Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun