Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa 27. ágúst 2025 14:30 Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Rósa Líf Darradóttir Hvalveiðar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun