Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun