Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:02 Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun