Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar 1. september 2025 09:02 Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun