Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 30. ágúst 2025 15:03 Kona kom í heimsókn og menn fóru gjörsamlega á límingunum! Uppnámið varð slíkt að annað eins hafði ekki sést í áraraðir, einhver stjórnmálaleiðtogi gekk svo langt að segja á samfélagsmiðlum að sér hafi orðið flökurt. Vonandi er honum batnaður flökurleikinn. Konan er Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og þeir sem fóru á límingunum eru andstæðingar þess að Íslendingar fái að taka afstöðu til þess hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og ESB. Um leið eru þessir aðilar auðvitað mótfallnir fullri aðild Íslands að ESB, en eins og margir vita er Ísland með einskonar aukaaðild að ESB í gegnum samninginn um hið evrópska efnahagssvæði, sem tók gildi árið 1995. Það er mesta aðlögun sem um getur á Íslandi að evrópskum lögum og reglum og sennilega eitt það besta sem gerðist fyrir Ísland á síðustu öld. Já, þetta er eitt mesta lukkuskref sem þjóðin hefur tekið. Í skjóli samningsins hafa íslensk sveitarfélög, atvinnulíf og hugvit meðal annars fengið styrki upp á milljarða króna, meðal annars til rannsókna, þróunar og fleiri hluta. Ég leyfi mér að fullyrða að án EES hefði þessi mynd verið allt öðruvísi. Að ekki sé talað um markaðsaðganginn að Innri markaði ESB. En þú lesandi góður tókst kannski eftir því að ég nefndi hér á undan eitt skelfilegasta orð sem til er í íslenskri tungu: AÐLÖGUN! Ljótari og verri en Grýla og Leppalúði Hér er auðvitað komið eitt mesta skammaryrðið sem um getur í munni andstæðinga ESB. Þeir eru duglegir við að finna upp allskonar frasa til upphrópana þegar kemur að ESB. Ætli þeir að vera virkilega vondir og neikvæðir gagnvart ESB, þá hrópa þeir orðið AÐLÖGUN út um allar jarðir, já, rétt eins og þeim sé borgað fyrir það. Það er svo skelfilegt fyrir Ísland og Íslendinga að aðlagast Evrópu, já, bara alveg hræðileg. Ef orðið AÐLÖGUN væri manneskja væri sú að öllum líkindum bæði skelfilegri og ljótari en Grýla og Leppalúði samanlagt. Og grimmari en Jólakötturinn! Þessi manneskja; ,,Frú AÐLÖGUN“ myndi sennilegast gleypa okkur með húð og hári, kjamsa á okkur eins og enginn væri morgundagurinn. Hún kemur jú frá hinum hræðilega stað, Brussel í Belgíu. En að öllu gamni slepptu þá leyfi ég mér að fullyrða það hér í þessari grein að AÐLÖGUN Íslands að Evrópu, sé það besta sem komið hefur fyrir landið, bæði almenning, stjórnsýslu og atvinnulíf. Allt frá því að við gengum í EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu árið 1970 og svo EES, með öllu því sem þeim samningi fylgdi. ,,ESB-nojan“ Andstæðingar aðildar setja á fóninn gömlu, rispuðu plöturnar og gamla ,,ESB-nojan“ er þarna líka, þ.e.a.s að ESB muni ræna og rupla öllu af Íslendingum, hirða alla orkuna, fullveldið og tæma fiskimiðin, svo dæmi séu tekin. Ekkert af þessu mun gerast við aðild, enda grunnhugmynd ESB ekki að ræna auðlindum af aðildarríkjunum. Það er hins vegar grunnhugmynd ESB að stuðla að aukinni verslun og viðskiptum, ESB er nefnilega ,,bissnessbandalag“ að stórum hluta. Það er nokkuð sem nánast algerlega virðist fara framhjá forsvarsmönnum fyrirtækjareksturs á Íslandi, sem og sú staðreynd að verslun, viðskipti og erlendar fjárfestingar munu að öllum líkindum aukast markvert við aðild. Forsvarsmenn fyrirtækja hér á landi eru mjög þögulir yfir þeim möguleikum sem full aðild myndi fela í sér, sem er mjög merkileg staðreynd. Enginn vill EES burt Þeir sem vilja kynna sér kosti EES geta farið á netið og gert það þar, en staðan er einfaldlega þannig á Íslandi að enginn vill segja EES upp. Meira að segja helstu framámenn Sjálfstæðisflokksins hafa dásamað þennan samning. Hann snýst í meginatriðum um það sem kallast fjórfrelsi. Það hefur komið okkur alveg rosalega vel. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra um hina ,,skelfilegu AÐLÖGUN“ en vil bara hér í lokin að nefna tvö dæmi um aðlögun: 1) Neytendalög á Íslandi voru ekki til fyrr en þau komu frá Evrópu. Íslenskum stjórnmálamönnum hafði ekki dottið slík lög í hug. 2) Í nýlegu eintaki af helsta frjálshyggjupésa landsins, Viðskiptablaðinu, er sagt frá nýjum reglum frá hinum hræðilega stað Brussel, um bankastarfsemi. Þau munu líklega bæta stöðu bankanna um milljarða á milljarða ofan, og höfðu bankarnir okkar það þó gott fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að elsku bankarnir okkar hafi það sem allra best. ,,Feitir bankar“ eru góðir bankar (að minnsta kosti fyrir hluthafana). Fleiri dæmi mætti nefna, t.d. á sviði umhverfis og orkumála. Ólög Alþingis Á móti kemur svo alíslensk löggjöf, til dæmis breytingar á búvörulögum í fyrra, þar sem lögbrot voru í raun leidd í lög - þess efnis að kjötvinnslustöðvar þurfi ekki að fara eftir samkeppnislögum og að samráð á markaði sé löglegt. Nokkuð sem stór dómsmál hafa snúist um á undanförnum árum. Þetta eru lög sem beinlínis eru gegn hagsmunum neytenda hér á landi. Að minnsta kosti er ekkert á skrifandi stundu sem bendir til annars. Þessi lög eru það sem kalla má ,,ólög“ og svona lög myndu hreinlega aldrei koma frá Evrópu, því ESB traðkar ekki á neytendum. En málið er þetta: Við þurfum einfaldlega meira af yndislegri Evrópuaðlögun, hún hefur gefist okkur afar vel. Svo er það bara eðlilegasti hluti í heimi að landinn fái að segja af eða á um það hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram og málinu kannski lokið með kosningu um aðildarsamning? Hvernig væri nú það? Í janúar á þessu ári koma fram í könnun frá Maskínu að næstum 60% aðspurðra væru hlynnt atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Segjum sem svo að það yrðu raunin, samningur kæmi og við myndum greiða atkvæði um hann, af eða á. Eftir það gætum við þá bara hætt að tuða um ESB, en haldið áfram að tuða um kvótakerfið, rammaáætlun, vindmyllur, laxeldi og fleira skemmtilegt. Nöldur er jú ein af þjóðaríþróttum okkar, við einfaldlega elskum að nöldra áratugum saman um sömu hlutina, út og suður. Málþóf er æðsta formið, sem jú sást vel á síðasta þingi. Höfundur er stjórnmálafræðingur og einlægur Evrópusinni - og skammast sín ekkert fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Evrópusambandið Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Kona kom í heimsókn og menn fóru gjörsamlega á límingunum! Uppnámið varð slíkt að annað eins hafði ekki sést í áraraðir, einhver stjórnmálaleiðtogi gekk svo langt að segja á samfélagsmiðlum að sér hafi orðið flökurt. Vonandi er honum batnaður flökurleikinn. Konan er Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og þeir sem fóru á límingunum eru andstæðingar þess að Íslendingar fái að taka afstöðu til þess hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og ESB. Um leið eru þessir aðilar auðvitað mótfallnir fullri aðild Íslands að ESB, en eins og margir vita er Ísland með einskonar aukaaðild að ESB í gegnum samninginn um hið evrópska efnahagssvæði, sem tók gildi árið 1995. Það er mesta aðlögun sem um getur á Íslandi að evrópskum lögum og reglum og sennilega eitt það besta sem gerðist fyrir Ísland á síðustu öld. Já, þetta er eitt mesta lukkuskref sem þjóðin hefur tekið. Í skjóli samningsins hafa íslensk sveitarfélög, atvinnulíf og hugvit meðal annars fengið styrki upp á milljarða króna, meðal annars til rannsókna, þróunar og fleiri hluta. Ég leyfi mér að fullyrða að án EES hefði þessi mynd verið allt öðruvísi. Að ekki sé talað um markaðsaðganginn að Innri markaði ESB. En þú lesandi góður tókst kannski eftir því að ég nefndi hér á undan eitt skelfilegasta orð sem til er í íslenskri tungu: AÐLÖGUN! Ljótari og verri en Grýla og Leppalúði Hér er auðvitað komið eitt mesta skammaryrðið sem um getur í munni andstæðinga ESB. Þeir eru duglegir við að finna upp allskonar frasa til upphrópana þegar kemur að ESB. Ætli þeir að vera virkilega vondir og neikvæðir gagnvart ESB, þá hrópa þeir orðið AÐLÖGUN út um allar jarðir, já, rétt eins og þeim sé borgað fyrir það. Það er svo skelfilegt fyrir Ísland og Íslendinga að aðlagast Evrópu, já, bara alveg hræðileg. Ef orðið AÐLÖGUN væri manneskja væri sú að öllum líkindum bæði skelfilegri og ljótari en Grýla og Leppalúði samanlagt. Og grimmari en Jólakötturinn! Þessi manneskja; ,,Frú AÐLÖGUN“ myndi sennilegast gleypa okkur með húð og hári, kjamsa á okkur eins og enginn væri morgundagurinn. Hún kemur jú frá hinum hræðilega stað, Brussel í Belgíu. En að öllu gamni slepptu þá leyfi ég mér að fullyrða það hér í þessari grein að AÐLÖGUN Íslands að Evrópu, sé það besta sem komið hefur fyrir landið, bæði almenning, stjórnsýslu og atvinnulíf. Allt frá því að við gengum í EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu árið 1970 og svo EES, með öllu því sem þeim samningi fylgdi. ,,ESB-nojan“ Andstæðingar aðildar setja á fóninn gömlu, rispuðu plöturnar og gamla ,,ESB-nojan“ er þarna líka, þ.e.a.s að ESB muni ræna og rupla öllu af Íslendingum, hirða alla orkuna, fullveldið og tæma fiskimiðin, svo dæmi séu tekin. Ekkert af þessu mun gerast við aðild, enda grunnhugmynd ESB ekki að ræna auðlindum af aðildarríkjunum. Það er hins vegar grunnhugmynd ESB að stuðla að aukinni verslun og viðskiptum, ESB er nefnilega ,,bissnessbandalag“ að stórum hluta. Það er nokkuð sem nánast algerlega virðist fara framhjá forsvarsmönnum fyrirtækjareksturs á Íslandi, sem og sú staðreynd að verslun, viðskipti og erlendar fjárfestingar munu að öllum líkindum aukast markvert við aðild. Forsvarsmenn fyrirtækja hér á landi eru mjög þögulir yfir þeim möguleikum sem full aðild myndi fela í sér, sem er mjög merkileg staðreynd. Enginn vill EES burt Þeir sem vilja kynna sér kosti EES geta farið á netið og gert það þar, en staðan er einfaldlega þannig á Íslandi að enginn vill segja EES upp. Meira að segja helstu framámenn Sjálfstæðisflokksins hafa dásamað þennan samning. Hann snýst í meginatriðum um það sem kallast fjórfrelsi. Það hefur komið okkur alveg rosalega vel. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra um hina ,,skelfilegu AÐLÖGUN“ en vil bara hér í lokin að nefna tvö dæmi um aðlögun: 1) Neytendalög á Íslandi voru ekki til fyrr en þau komu frá Evrópu. Íslenskum stjórnmálamönnum hafði ekki dottið slík lög í hug. 2) Í nýlegu eintaki af helsta frjálshyggjupésa landsins, Viðskiptablaðinu, er sagt frá nýjum reglum frá hinum hræðilega stað Brussel, um bankastarfsemi. Þau munu líklega bæta stöðu bankanna um milljarða á milljarða ofan, og höfðu bankarnir okkar það þó gott fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að elsku bankarnir okkar hafi það sem allra best. ,,Feitir bankar“ eru góðir bankar (að minnsta kosti fyrir hluthafana). Fleiri dæmi mætti nefna, t.d. á sviði umhverfis og orkumála. Ólög Alþingis Á móti kemur svo alíslensk löggjöf, til dæmis breytingar á búvörulögum í fyrra, þar sem lögbrot voru í raun leidd í lög - þess efnis að kjötvinnslustöðvar þurfi ekki að fara eftir samkeppnislögum og að samráð á markaði sé löglegt. Nokkuð sem stór dómsmál hafa snúist um á undanförnum árum. Þetta eru lög sem beinlínis eru gegn hagsmunum neytenda hér á landi. Að minnsta kosti er ekkert á skrifandi stundu sem bendir til annars. Þessi lög eru það sem kalla má ,,ólög“ og svona lög myndu hreinlega aldrei koma frá Evrópu, því ESB traðkar ekki á neytendum. En málið er þetta: Við þurfum einfaldlega meira af yndislegri Evrópuaðlögun, hún hefur gefist okkur afar vel. Svo er það bara eðlilegasti hluti í heimi að landinn fái að segja af eða á um það hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram og málinu kannski lokið með kosningu um aðildarsamning? Hvernig væri nú það? Í janúar á þessu ári koma fram í könnun frá Maskínu að næstum 60% aðspurðra væru hlynnt atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Segjum sem svo að það yrðu raunin, samningur kæmi og við myndum greiða atkvæði um hann, af eða á. Eftir það gætum við þá bara hætt að tuða um ESB, en haldið áfram að tuða um kvótakerfið, rammaáætlun, vindmyllur, laxeldi og fleira skemmtilegt. Nöldur er jú ein af þjóðaríþróttum okkar, við einfaldlega elskum að nöldra áratugum saman um sömu hlutina, út og suður. Málþóf er æðsta formið, sem jú sást vel á síðasta þingi. Höfundur er stjórnmálafræðingur og einlægur Evrópusinni - og skammast sín ekkert fyrir það.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun