Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar 3. september 2025 08:00 Þegar lífið nálgast endalok skiptir miklu máli að fá að vera laus við þjáningu, fá umhyggju og upplifa reisn. Það eru þarfir sem sameina okkur öll, því fyrr eða síðar verðum við flest annaðhvort sjúklingar eða aðstandendur veikra. Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við þjáningar af langvinnum eða lífshættulegum ólæknandi sjúkdómum. Hún felur í sér meðferð við verkjum og öðrum einkennum og andlegan og félagslegan stuðning, bæði fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Markmiðið er að fólk geti lifað síðustu mánuði, vikur eða daga með reisn og eins mikilli vellíðan og kostur er. Þrátt fyrir að líknarmeðferð hafi þróast verulega á síðustu áratugum er hún enn ekki sjálfsögð í öllum tilvikum á Íslandi. Líkt og kemur fram í skýrslunni Framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi (2019) er enn langt í land með að tryggja samræmda líknarþjónustu á landsvísu. Þar er bent á að skortur sé á samræmdum verkferlum og matstækjum fyrir þjónustuna, auk þess sem rafræn skráning er ekki samræmd. Þá vantar víða sérhæfð líknarteymi, og eina sérhæfða líknarlegudeildin er líknareining Landspítalans. Afleiðingin er sú að sumir sjúklingar og fjölskyldur þeirra upplifa skort á stuðningi þegar mest á reynir. Í skýrslunni er m.a. lagt til að komið verði á fót miðstöð líknarþjónustu á Íslandi til að „viðhalda og styrkja sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir landið allt“. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ítrekað lagt áherslu á að líknarmeðferð sé órjúfanlegur hluti af heilbrigðiskerfinu og aðgengi að henni sé mannréttindi. Evrópusamtök um líknarmeðferð (European Association for Palliative Care eða EAPC) hafa einnig mótað leiðbeiningar sem leggja áherslu á jafnt aðgengi, þverfaglegt samstarf og samhæfða þjónustu fyrir alla sem þurfa, óháð búsetu eða félagslegri stöðu. Hvers vegna skiptir líknarmeðferð máli? Það eru margar ástæður fyrir því að líknarmeðferð á að vera eins og best verður á kosið: Mannleg reisn og jafnræði: Allir eiga rétt á að lifa síðustu stundir sínar með virðingu og án óþarfa þjáninga. Bætt lífsgæði: Rannsóknir sýna að rétt stillt líknarmeðferð getur dregið verulega úr verkjum, andlegri vanlíðan og kvíða og bætt lífsgæði bæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Stuðningur við fjölskyldur: Líknarmeðferð snýst ekki aðeins um sjúklinginn heldur einnig aðstandendur, sem þurfa leiðsögn og stuðning til að takast á við sorg og missi. Samfélagsleg ábyrgð: Með því að veita líknarmeðferð á hæsta gæðastigi sýnir samfélagið að það setur mannlega umhyggju í öndvegi. Skynsamleg nýting heilbrigðisauðlinda: Góð líknarmeðferð getur dregið úr þörf á óþarfa sjúkrahúsinnlögnum og gert fólki kleift að vera lengur heima við í umhyggju fjölskyldu. Ekki spurning um annaðhvort eða Áberandi í orðræðu sumra andmælenda dánaraðstoðar er að halda því fram að ekki sé hægt að ræða dánaraðstoð fyrr en búið sé að bæta líknarmeðferð til fulls. Þannig er dánaraðstoð stillt upp sem ósiðlegum afarkosti við dánarferli sem fullkomin líknarmeðferð eigi að sjá alfarið um. Þetta er rökvillan um ranga skiptingu kosta því hvort tveggja getur veitt líkn. Núverandi heilbrigðisráðherra og nokkrir þingmenn hafa viðrað slík sjónarmið. Þessi rök eru þó oftar en ekki notuð til að beina athyglinni frá kjarnanum og loka á opna umræðu um dánaraðstoð sem valkost sem byggir á sjálfsákvörðunarrétti og virðingu fólks við lífslok. Þessi umræða er á skjön við veruleikann því líknarmeðferð og dánaraðstoð útiloka ekki hvor aðra. Þvert á móti eru þetta hvort tveggja nauðsynleg viðfangsefni sem krefjast alvöru umræðu og umbóta. Að bæta líknarmeðferð er sjálfstætt réttlætismál, óháð afstöðu fólks til dánaraðstoðar. Hvað þarf að gera á Íslandi? Til að tryggja að líknarmeðferð sé í raun öllum aðgengileg þarf að: Byggja upp skipulögð líknarteymi í öllum landshlutum Efla þverfaglega samvinnu og samhæfingu milli þjónustustiga Auka fræðslu og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þjálfun í verkjameðferð, samtalsfærni og sálfélagslegum þáttum er ekki alltaf hluti af grunnmenntun, sem getur skapað óöryggi og ójöfnuð í þjónustu. Fjárfesta í mannauði og stuðningi við fjölskyldur Auka fræðslu til almennings Þar að auki er mikilvægt að efla fræðslu til almennings um líknarmeðferð. Rannsóknir og reynsla heilbrigðisstarfsfólks sýna að margir vita ekki nákvæmlega hvað felst í líknarmeðferð. Sumir halda jafnvel að hún jafngildi því að hætta allri meðferð. Slíkur misskilningur getur valdið óþarfa ótta, seinkað aðgengi fólks að líknarþjónustu og dregið úr þeim stuðningi sem væri hægt að veita fyrr. Með markvissri fræðslu væri hægt að skapa meiri skilning á mikilvægi líknarmeðferðar. Það myndi einnig styrkja samfélagslega vitund um að líknarmeðferð sé ekki „síðasta úrræðið“ heldur þjónusta sem getur bætt lífsgæði um langan tíma, jafnvel samhliða annarri meðferð. Góð líknarmeðferð er ekki munaðarvara heldur nauðsyn. Hún er mælikvarði á hversu manneskjulegt samfélag við viljum vera. Hvernig við komum fram við fólk þegar lífið nálgast endalok er prófsteinn á gildi okkar og umhyggju. Það er skylda samfélagsins að tryggja að hver einstaklingur fái þá umönnun, stuðning og virðingu sem hann á rétt á þegar lífið nálgast endalok. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar lífið nálgast endalok skiptir miklu máli að fá að vera laus við þjáningu, fá umhyggju og upplifa reisn. Það eru þarfir sem sameina okkur öll, því fyrr eða síðar verðum við flest annaðhvort sjúklingar eða aðstandendur veikra. Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við þjáningar af langvinnum eða lífshættulegum ólæknandi sjúkdómum. Hún felur í sér meðferð við verkjum og öðrum einkennum og andlegan og félagslegan stuðning, bæði fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Markmiðið er að fólk geti lifað síðustu mánuði, vikur eða daga með reisn og eins mikilli vellíðan og kostur er. Þrátt fyrir að líknarmeðferð hafi þróast verulega á síðustu áratugum er hún enn ekki sjálfsögð í öllum tilvikum á Íslandi. Líkt og kemur fram í skýrslunni Framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi (2019) er enn langt í land með að tryggja samræmda líknarþjónustu á landsvísu. Þar er bent á að skortur sé á samræmdum verkferlum og matstækjum fyrir þjónustuna, auk þess sem rafræn skráning er ekki samræmd. Þá vantar víða sérhæfð líknarteymi, og eina sérhæfða líknarlegudeildin er líknareining Landspítalans. Afleiðingin er sú að sumir sjúklingar og fjölskyldur þeirra upplifa skort á stuðningi þegar mest á reynir. Í skýrslunni er m.a. lagt til að komið verði á fót miðstöð líknarþjónustu á Íslandi til að „viðhalda og styrkja sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir landið allt“. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ítrekað lagt áherslu á að líknarmeðferð sé órjúfanlegur hluti af heilbrigðiskerfinu og aðgengi að henni sé mannréttindi. Evrópusamtök um líknarmeðferð (European Association for Palliative Care eða EAPC) hafa einnig mótað leiðbeiningar sem leggja áherslu á jafnt aðgengi, þverfaglegt samstarf og samhæfða þjónustu fyrir alla sem þurfa, óháð búsetu eða félagslegri stöðu. Hvers vegna skiptir líknarmeðferð máli? Það eru margar ástæður fyrir því að líknarmeðferð á að vera eins og best verður á kosið: Mannleg reisn og jafnræði: Allir eiga rétt á að lifa síðustu stundir sínar með virðingu og án óþarfa þjáninga. Bætt lífsgæði: Rannsóknir sýna að rétt stillt líknarmeðferð getur dregið verulega úr verkjum, andlegri vanlíðan og kvíða og bætt lífsgæði bæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Stuðningur við fjölskyldur: Líknarmeðferð snýst ekki aðeins um sjúklinginn heldur einnig aðstandendur, sem þurfa leiðsögn og stuðning til að takast á við sorg og missi. Samfélagsleg ábyrgð: Með því að veita líknarmeðferð á hæsta gæðastigi sýnir samfélagið að það setur mannlega umhyggju í öndvegi. Skynsamleg nýting heilbrigðisauðlinda: Góð líknarmeðferð getur dregið úr þörf á óþarfa sjúkrahúsinnlögnum og gert fólki kleift að vera lengur heima við í umhyggju fjölskyldu. Ekki spurning um annaðhvort eða Áberandi í orðræðu sumra andmælenda dánaraðstoðar er að halda því fram að ekki sé hægt að ræða dánaraðstoð fyrr en búið sé að bæta líknarmeðferð til fulls. Þannig er dánaraðstoð stillt upp sem ósiðlegum afarkosti við dánarferli sem fullkomin líknarmeðferð eigi að sjá alfarið um. Þetta er rökvillan um ranga skiptingu kosta því hvort tveggja getur veitt líkn. Núverandi heilbrigðisráðherra og nokkrir þingmenn hafa viðrað slík sjónarmið. Þessi rök eru þó oftar en ekki notuð til að beina athyglinni frá kjarnanum og loka á opna umræðu um dánaraðstoð sem valkost sem byggir á sjálfsákvörðunarrétti og virðingu fólks við lífslok. Þessi umræða er á skjön við veruleikann því líknarmeðferð og dánaraðstoð útiloka ekki hvor aðra. Þvert á móti eru þetta hvort tveggja nauðsynleg viðfangsefni sem krefjast alvöru umræðu og umbóta. Að bæta líknarmeðferð er sjálfstætt réttlætismál, óháð afstöðu fólks til dánaraðstoðar. Hvað þarf að gera á Íslandi? Til að tryggja að líknarmeðferð sé í raun öllum aðgengileg þarf að: Byggja upp skipulögð líknarteymi í öllum landshlutum Efla þverfaglega samvinnu og samhæfingu milli þjónustustiga Auka fræðslu og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þjálfun í verkjameðferð, samtalsfærni og sálfélagslegum þáttum er ekki alltaf hluti af grunnmenntun, sem getur skapað óöryggi og ójöfnuð í þjónustu. Fjárfesta í mannauði og stuðningi við fjölskyldur Auka fræðslu til almennings Þar að auki er mikilvægt að efla fræðslu til almennings um líknarmeðferð. Rannsóknir og reynsla heilbrigðisstarfsfólks sýna að margir vita ekki nákvæmlega hvað felst í líknarmeðferð. Sumir halda jafnvel að hún jafngildi því að hætta allri meðferð. Slíkur misskilningur getur valdið óþarfa ótta, seinkað aðgengi fólks að líknarþjónustu og dregið úr þeim stuðningi sem væri hægt að veita fyrr. Með markvissri fræðslu væri hægt að skapa meiri skilning á mikilvægi líknarmeðferðar. Það myndi einnig styrkja samfélagslega vitund um að líknarmeðferð sé ekki „síðasta úrræðið“ heldur þjónusta sem getur bætt lífsgæði um langan tíma, jafnvel samhliða annarri meðferð. Góð líknarmeðferð er ekki munaðarvara heldur nauðsyn. Hún er mælikvarði á hversu manneskjulegt samfélag við viljum vera. Hvernig við komum fram við fólk þegar lífið nálgast endalok er prófsteinn á gildi okkar og umhyggju. Það er skylda samfélagsins að tryggja að hver einstaklingur fái þá umönnun, stuðning og virðingu sem hann á rétt á þegar lífið nálgast endalok. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar