Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 12:21 Frá blaðamannafundi sem fór fram um helgina Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Tore O. Sanvik, varnarmálaráðherra, og Eirik Kristoffersen, yfirmaður herafla Noregs. EPA/RODRIGO FREITAS Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 136 milljarðar norskra króna samsvara um 1,7 billjón króna (1.700.000.000.000). Samningurinn var opinberaður á blaðamannafundi um síðustu helgi. Þar sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, að öryggisástand Noregs hefði ekki verið eins alvarlegt frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Samningurinn snerist um að tryggja öryggi Noregs, samkvæmt frétt NRK. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Type-26 freigátur, sem eru einnig kallaðar Global Combat Ship, eru sérstaklega hannaðar til að elta uppi og granda kafbátum en sérstök áhersla var lögð á það, þegar Norðmenn voru að kanna hvaða skip þeir ættu að kaupa. Einnig kom til greina að kaupa skip frá Frakklandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Skipin eru framleidd í nokkrum útgáfum en hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá breska fyrirtækinu BEA Systems um getu Type-26 og í hvaða verkefni hægt er að nota þau. Umfangsmiklar fjárfestingar Støre sagðist á blaðamannafundinum vera sannfærður um að tekin hefði verið rétt ákvörðun um kaupin á skipunum og sagði samninginn marka tímamót í samvinnu Noregs og Bretlands í varnarmálum. Með þessu myndi hernaðargeta Noregs og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum aukast til muna. Ísland á í varnarsamstarfi með báðum ríkjum innan NATO og á vettvangi sem nefnist Joint Expeditionary Forces. Það er varnarsamstarf ríkja í Norður-Evrópu og Eystrasalti og er lögð sérstök áhersla á Norðurslóðir og Eystrasaltið. Freigáturnar nýju eiga að leysa af hólmi fjórar freigátur sem Norðmenn gera nú út, sem eru af gerðinni Fridtjof Nansen. Ekki liggur fyrir hvenær Norðmenn eiga að fá fyrstu freigáturnar en sú fyrsta verður í fyrsta lagi afhent eftir 2030, samkvæmt frétt Barents Observer. Norðmenn hafa farið í umfangsmiklar fjárfestingar í hergögnum á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum gerðu þeir samning um kaup á 54 Leopard 2 skriðdrekum frá Þýskalandi, fyrir um 19,7 milljarða norskra króna (um 250 milljarða króna). Í fyrra sömdu Norðmenn svo, samkvæmt NRK, um að kaupa 54 herþotur á næstu árum og áratugum en þeir samningar eru metinn á 349 milljarða norskra króna (um 4,3 billjónir króna). Ein af gerðum Type-26 freigátanna. Norðmenn ætla að kaupa fimm slíkar af Bretum.BEA Systems Aukin spenna milli Norðmanna og Rússa Undanfarna mánuði hafa Rússar beint spjótum sínum að Noregi og meðal annars sakað þá um hervæðingu Svalbarða. Rússar eru sömuleiðis að auka hernaðargetu þeirra á norðurslóðum. Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var nýverið sjósett eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Það verður líklega nýtt flaggskip norðurflota Rússlands á næstunni. Rússar segja að Nakhimov verði öflugasta herskip þeirra en það ku vera búið fjölmörgum túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, en það er meira en á nokkru öðru herskipi eða kafbáti í heiminu, svo vitað sé. Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir. Noregur Bretland Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
136 milljarðar norskra króna samsvara um 1,7 billjón króna (1.700.000.000.000). Samningurinn var opinberaður á blaðamannafundi um síðustu helgi. Þar sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, að öryggisástand Noregs hefði ekki verið eins alvarlegt frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Samningurinn snerist um að tryggja öryggi Noregs, samkvæmt frétt NRK. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Type-26 freigátur, sem eru einnig kallaðar Global Combat Ship, eru sérstaklega hannaðar til að elta uppi og granda kafbátum en sérstök áhersla var lögð á það, þegar Norðmenn voru að kanna hvaða skip þeir ættu að kaupa. Einnig kom til greina að kaupa skip frá Frakklandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Skipin eru framleidd í nokkrum útgáfum en hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá breska fyrirtækinu BEA Systems um getu Type-26 og í hvaða verkefni hægt er að nota þau. Umfangsmiklar fjárfestingar Støre sagðist á blaðamannafundinum vera sannfærður um að tekin hefði verið rétt ákvörðun um kaupin á skipunum og sagði samninginn marka tímamót í samvinnu Noregs og Bretlands í varnarmálum. Með þessu myndi hernaðargeta Noregs og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum aukast til muna. Ísland á í varnarsamstarfi með báðum ríkjum innan NATO og á vettvangi sem nefnist Joint Expeditionary Forces. Það er varnarsamstarf ríkja í Norður-Evrópu og Eystrasalti og er lögð sérstök áhersla á Norðurslóðir og Eystrasaltið. Freigáturnar nýju eiga að leysa af hólmi fjórar freigátur sem Norðmenn gera nú út, sem eru af gerðinni Fridtjof Nansen. Ekki liggur fyrir hvenær Norðmenn eiga að fá fyrstu freigáturnar en sú fyrsta verður í fyrsta lagi afhent eftir 2030, samkvæmt frétt Barents Observer. Norðmenn hafa farið í umfangsmiklar fjárfestingar í hergögnum á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum gerðu þeir samning um kaup á 54 Leopard 2 skriðdrekum frá Þýskalandi, fyrir um 19,7 milljarða norskra króna (um 250 milljarða króna). Í fyrra sömdu Norðmenn svo, samkvæmt NRK, um að kaupa 54 herþotur á næstu árum og áratugum en þeir samningar eru metinn á 349 milljarða norskra króna (um 4,3 billjónir króna). Ein af gerðum Type-26 freigátanna. Norðmenn ætla að kaupa fimm slíkar af Bretum.BEA Systems Aukin spenna milli Norðmanna og Rússa Undanfarna mánuði hafa Rússar beint spjótum sínum að Noregi og meðal annars sakað þá um hervæðingu Svalbarða. Rússar eru sömuleiðis að auka hernaðargetu þeirra á norðurslóðum. Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var nýverið sjósett eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Það verður líklega nýtt flaggskip norðurflota Rússlands á næstunni. Rússar segja að Nakhimov verði öflugasta herskip þeirra en það ku vera búið fjölmörgum túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, en það er meira en á nokkru öðru herskipi eða kafbáti í heiminu, svo vitað sé. Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir.
Noregur Bretland Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira