Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar 2. september 2025 15:31 Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Píratar Mjódd Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun