Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 2. september 2025 19:31 Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun