Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 11:00 Erin McLeod er hér með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en Ali Riley sér um regnhlífina fyrir stjörnuparið. Getty/ Jeremy Reper Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Hún lék um tíma með Stjörnunni en endaði feril sinn með heimaliði sínu í Hailifax Tides. McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira