Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 08:58 Daníel Tristan og Andri Lucas Guðjohnsen sjá alveg fyrir sér að leiða sóknarleik landsliðsins saman. Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Sjá meira
Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Sjá meira