Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 13:24 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“ Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira