Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Hjörvar Ólafsson skrifar 4. september 2025 19:56 Víkingar fagna. Vísir/Diego Víkingur stöðvaði sigurgöngu Vals með 3-2 sigri í leik liðanna í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Heimavelli Hamingunnar í kvöld. Víkingur nældi sér þarna í dýrmæt stig í fallbarátunni en liðið var að vinna sinn þriðja leik í röð. Valur hafði haft betur í þremur leikum í röð fyrir þetta tap. Víkingur náði forystunni strax á annarri mínútu leiksins. Ashley Jordan Clark tók þá hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Shainu Faienu Ashouri sem var ein á auðum sjó á fjærstönginni og stangaði boltann í netið. Shaina var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá stal hún boltanum af Kolbrá Unu Kristinsdóttur inni á miðsvæðinu og kláraði færið af stakri prýði með því að smella boltanum smekklega upp í samskeytin. Shaina, sem gekk til liðs við Víking á nýjan leik um mitt sumar, hefur reynst gulls ígildi fyrir Fossvogsliðið. Shaina hefur skorað fimm mörk í þeim fimm deildarleikjum sem hún hefur spilað fyrir Víking í sumar. Linda Líf Boama var síógnandi á hægri kantinum. Vísir/Diego Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir komst næst því að jafna metin fyrir Val í fyrri hálfleik áður en Shaina tvöfaldaði forskotið en skalli hennar var varinn á línu. Jordan Rhodes fékk einnig tvö góð færi í fyrri hálfleik en í bæði skiptin varði Eva Ýr Helgadóttir afar vel frá henni. Fanndís Friðriksdóttir minnkaði svo muninn eftir um það bil klukkutíma leik. Fanndís skoraði þá með skoti beint úr hornspyrnu. Eva Ýr, sem átti annars góðan leik, hefði klárlega getað gert betur í þessu atviki. Emma Steinsen Jónsdóttir kom Víkingi í 3-1 með marki sínu á 70. mínútu leiksins. Skot Emmu utan af kanti fór yfir Tinnu Brá Magnúsdóttir og í fjærhornið. Emma Steinsen skoraði þriðja mark Víkings í leiknum. Vísir/Diego Valskonur voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig. Þær tók miðju, geystust í sókn og Jasmín Erla Ingadóttir sendi boltann fyrir á Jordan Rhodes sem setti boltann í netið. Lengra komust Valskonur ekki og 3-2 sigur Víkings staðreynd. Víkingur hefur náð í 12 stig af 18 mögulegum síðan að Einar Guðnason og Jón Páll Pálmason tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu í lok júní síðastliðnum. Víkingur skaust upp í sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 19 stig líkt og Stjarnan. Fram er svo í áttunda með 18 stig og Tindastóll, sem vann Fram fyrir norðan í kvöld er í níunda og næstneðsta sæti með 17 stig. Einar Guðnason hefur gert góða hluti síðan hann tók við Víkingsliðinu. Vísir/Diego Einar Guðnason: Gríðarleg samheldni sem skilaði þessum sigri „Það var flottur taktur í liðinu og gríðarleg samheldni sem skilaði þessum sigri. Við náðum upp góðum köflum í þessum leik, bæði í sóknarleiknum og svo vörðumst við vel þegar þess þurfti. Þetta var kannski full tæpt þarna í lokin en stigin þrjú skiluðu sér í hús,“ sagði Einar Guðnason, þjálfari Víkings að leik loknum. „Við skorum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og setjum svo þriðja markið í þeim seinni. Það vantaði upp á einbeitinguna í kjölfar þriðja marksins og við hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Sem betur fer kom það ekki að sök að þessu sinni,“ sagði Einar enn fremur. „Við erum með gott lið og það býr mikið í þessu liði. Við höfum náð að sýna okkar rétta andlit í síðustu leikjum okkar og sjálfstraustið er að aukast með hverjum leiknum. Vinnuframlagið í þessum leik var til fyrirmyndar og við spiluðum auk þess flottan fótbolta lungann úr leiknum,“ sagði Einar um stöðu mála hjá Víkingi. Matthías Guðmundsson: „“ „“ „“ Atvik leiksins Seinna markið sem Shaina skoraði var gullfallegt en hún skoraði með fallegu skoti í fjærhornið. Shaina kórónaði þar frábæra frammistöðu í þessum leik en hún hefur verið frábær innspýting inn í Víkingsliðið síðan hann kom aftur í Fossvoginn fyrr í sumar. Stjörnur og skúrkar Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Hreinn Magnússon, Ásgeir Viktorsson, Tijana Krstic og Breki Sigurðsson, Stemming og umgjörð Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur
Víkingur stöðvaði sigurgöngu Vals með 3-2 sigri í leik liðanna í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Heimavelli Hamingunnar í kvöld. Víkingur nældi sér þarna í dýrmæt stig í fallbarátunni en liðið var að vinna sinn þriðja leik í röð. Valur hafði haft betur í þremur leikum í röð fyrir þetta tap. Víkingur náði forystunni strax á annarri mínútu leiksins. Ashley Jordan Clark tók þá hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Shainu Faienu Ashouri sem var ein á auðum sjó á fjærstönginni og stangaði boltann í netið. Shaina var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá stal hún boltanum af Kolbrá Unu Kristinsdóttur inni á miðsvæðinu og kláraði færið af stakri prýði með því að smella boltanum smekklega upp í samskeytin. Shaina, sem gekk til liðs við Víking á nýjan leik um mitt sumar, hefur reynst gulls ígildi fyrir Fossvogsliðið. Shaina hefur skorað fimm mörk í þeim fimm deildarleikjum sem hún hefur spilað fyrir Víking í sumar. Linda Líf Boama var síógnandi á hægri kantinum. Vísir/Diego Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir komst næst því að jafna metin fyrir Val í fyrri hálfleik áður en Shaina tvöfaldaði forskotið en skalli hennar var varinn á línu. Jordan Rhodes fékk einnig tvö góð færi í fyrri hálfleik en í bæði skiptin varði Eva Ýr Helgadóttir afar vel frá henni. Fanndís Friðriksdóttir minnkaði svo muninn eftir um það bil klukkutíma leik. Fanndís skoraði þá með skoti beint úr hornspyrnu. Eva Ýr, sem átti annars góðan leik, hefði klárlega getað gert betur í þessu atviki. Emma Steinsen Jónsdóttir kom Víkingi í 3-1 með marki sínu á 70. mínútu leiksins. Skot Emmu utan af kanti fór yfir Tinnu Brá Magnúsdóttir og í fjærhornið. Emma Steinsen skoraði þriðja mark Víkings í leiknum. Vísir/Diego Valskonur voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig. Þær tók miðju, geystust í sókn og Jasmín Erla Ingadóttir sendi boltann fyrir á Jordan Rhodes sem setti boltann í netið. Lengra komust Valskonur ekki og 3-2 sigur Víkings staðreynd. Víkingur hefur náð í 12 stig af 18 mögulegum síðan að Einar Guðnason og Jón Páll Pálmason tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu í lok júní síðastliðnum. Víkingur skaust upp í sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 19 stig líkt og Stjarnan. Fram er svo í áttunda með 18 stig og Tindastóll, sem vann Fram fyrir norðan í kvöld er í níunda og næstneðsta sæti með 17 stig. Einar Guðnason hefur gert góða hluti síðan hann tók við Víkingsliðinu. Vísir/Diego Einar Guðnason: Gríðarleg samheldni sem skilaði þessum sigri „Það var flottur taktur í liðinu og gríðarleg samheldni sem skilaði þessum sigri. Við náðum upp góðum köflum í þessum leik, bæði í sóknarleiknum og svo vörðumst við vel þegar þess þurfti. Þetta var kannski full tæpt þarna í lokin en stigin þrjú skiluðu sér í hús,“ sagði Einar Guðnason, þjálfari Víkings að leik loknum. „Við skorum tvö góð mörk í fyrri hálfleik og setjum svo þriðja markið í þeim seinni. Það vantaði upp á einbeitinguna í kjölfar þriðja marksins og við hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Sem betur fer kom það ekki að sök að þessu sinni,“ sagði Einar enn fremur. „Við erum með gott lið og það býr mikið í þessu liði. Við höfum náð að sýna okkar rétta andlit í síðustu leikjum okkar og sjálfstraustið er að aukast með hverjum leiknum. Vinnuframlagið í þessum leik var til fyrirmyndar og við spiluðum auk þess flottan fótbolta lungann úr leiknum,“ sagði Einar um stöðu mála hjá Víkingi. Matthías Guðmundsson: „“ „“ „“ Atvik leiksins Seinna markið sem Shaina skoraði var gullfallegt en hún skoraði með fallegu skoti í fjærhornið. Shaina kórónaði þar frábæra frammistöðu í þessum leik en hún hefur verið frábær innspýting inn í Víkingsliðið síðan hann kom aftur í Fossvoginn fyrr í sumar. Stjörnur og skúrkar Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Hreinn Magnússon, Ásgeir Viktorsson, Tijana Krstic og Breki Sigurðsson, Stemming og umgjörð
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki