Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 5. september 2025 20:42 Albert Guðmundsson kom að þremur mörkum Íslands í kvöld. Hér skorar hann. Vísir / Anton Brink Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma. Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markmaður - 6 Elías átti mjög náðugan dag í fyrri hálfleik. Þurfti að grípa held ég eina fyrirgjöf fyrstu 45 mínútur leiksins. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik. Elías tók ekki einu sinni markspyrnu í leiknum svo róleg var vaktin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - 8 Aserbaísjan reyndu mikið að lyfta boltanum upp vinstri vænginn sinn í sínum fáu sóknaraðgerðum en Guðlaugur var vel á verði og skallaði eða skar út þær tilraunir í gríð og erg. Þá kom hann okkar mönnum yfir í lok fyrri hálfleik með stórglæsilegum skalla. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 7 Einbeitingin uppmáluð í hjarta varnarinnar og það sem þurfti að sópa upp það var sópað upp af Sverri og Daníel Leó. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - 7 Honum og Sverri virtist líða mjög vel saman í dag. Ekki mikið sem mæddi á þeim félögum en vaktin staðin með miklum sóma. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - 7 Hraði hans og kraftur kom sér vel í dag. Var Mikael eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn. Gestirnir þurftu að hafa miklar áhyggjur af honum í allt kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður - 9 Sprakk út sóknarlega í seinni hálfleik og í raun fyrstu 10 mínúturnar. Tvö mörk sem fóru mjög langt með að innsigla fullkominn fyrsta leik í þessari undankeppni. Af djúpum miðjumanni að vera var hann eins og gammur, mættur í markteiginn til að ná í mörkin sín og gerði það vel. Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður - 7 Eins og ísbrjótur á miðjunni. Ef sendingar nálguðust miðjuna frá gestunum tók hann við þeim og kom í spil fyrir okkar menn. Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Var mikið í boltanum og stýrði spilinu í dag. Í seinni hálfleik var hann í því að taka úr lás hjá Aserbasían í óþökk þeirra. Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður - 9. Maður leiksins. Tvær fyrirgjafir sem skópu mark sitthvoru megin við hálfleikinn. Þá var hann duglegur að hlaupa á vörn gestanna þegar færi gafst á en það þurfti svo sannarlega að keyra því Aserbaísjan ætluðu ekki að hleypa upp tempóinu. Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Fyrirgjafir hans í fyrri hálfleik rötuðu ekki á samherja en tvær stoðsendingar litu dagins ljós í seinni hálfleiks. Var annars alltaf ógnandi upp hægri kantinn. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - 7 Fékk úr litlu að moða í teig andstæðinganna, enda umkringdur mörgum hafsentum. Átti þó hörkuskalla sem var líklega millimeter frá því að fara yfir línuna. Það hefði togað upp einkunnina. Var góður í því hlutverki að virka sem batti fyrir miðjumenn liðsins í uppbyggingu sókna liðsins. Varamenn: Mikael Neville Andersson kom inn fyrir Jón Dagur Þorsteinsson á 69. mínútu - 6 Kom inn af krafti og hélt uppi gæðum liðsins. Brynjólfur Willumsson kom inn fyrir Stefán Teitur Þórðarsoná 69. mínútu - 6 Komst lítið í boltann á þeim mínútum sem hann fékk. Daniel Guðjohnsen kom inn fyrir Andri Lucas Guðjohnsená 69. mínútu - 6 Fékk ekki úr miklu að moða eins og bróðir sinn. Átti þó rispu alveg undir lok leiks en náði ekki að hitta á rammann. Kristian Hlynsson kom inn fyrir Albert Guðmundsson á 69. mínútu - 7 Skoraði fimmta markið. Tók við fyrirgjafastarfinu af Alberti og þakkaði traustið með því að koma boltanum í netið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 78. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markmaður - 6 Elías átti mjög náðugan dag í fyrri hálfleik. Þurfti að grípa held ég eina fyrirgjöf fyrstu 45 mínútur leiksins. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik. Elías tók ekki einu sinni markspyrnu í leiknum svo róleg var vaktin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - 8 Aserbaísjan reyndu mikið að lyfta boltanum upp vinstri vænginn sinn í sínum fáu sóknaraðgerðum en Guðlaugur var vel á verði og skallaði eða skar út þær tilraunir í gríð og erg. Þá kom hann okkar mönnum yfir í lok fyrri hálfleik með stórglæsilegum skalla. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 7 Einbeitingin uppmáluð í hjarta varnarinnar og það sem þurfti að sópa upp það var sópað upp af Sverri og Daníel Leó. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - 7 Honum og Sverri virtist líða mjög vel saman í dag. Ekki mikið sem mæddi á þeim félögum en vaktin staðin með miklum sóma. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - 7 Hraði hans og kraftur kom sér vel í dag. Var Mikael eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn. Gestirnir þurftu að hafa miklar áhyggjur af honum í allt kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður - 9 Sprakk út sóknarlega í seinni hálfleik og í raun fyrstu 10 mínúturnar. Tvö mörk sem fóru mjög langt með að innsigla fullkominn fyrsta leik í þessari undankeppni. Af djúpum miðjumanni að vera var hann eins og gammur, mættur í markteiginn til að ná í mörkin sín og gerði það vel. Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður - 7 Eins og ísbrjótur á miðjunni. Ef sendingar nálguðust miðjuna frá gestunum tók hann við þeim og kom í spil fyrir okkar menn. Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Var mikið í boltanum og stýrði spilinu í dag. Í seinni hálfleik var hann í því að taka úr lás hjá Aserbasían í óþökk þeirra. Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður - 9. Maður leiksins. Tvær fyrirgjafir sem skópu mark sitthvoru megin við hálfleikinn. Þá var hann duglegur að hlaupa á vörn gestanna þegar færi gafst á en það þurfti svo sannarlega að keyra því Aserbaísjan ætluðu ekki að hleypa upp tempóinu. Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Fyrirgjafir hans í fyrri hálfleik rötuðu ekki á samherja en tvær stoðsendingar litu dagins ljós í seinni hálfleiks. Var annars alltaf ógnandi upp hægri kantinn. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - 7 Fékk úr litlu að moða í teig andstæðinganna, enda umkringdur mörgum hafsentum. Átti þó hörkuskalla sem var líklega millimeter frá því að fara yfir línuna. Það hefði togað upp einkunnina. Var góður í því hlutverki að virka sem batti fyrir miðjumenn liðsins í uppbyggingu sókna liðsins. Varamenn: Mikael Neville Andersson kom inn fyrir Jón Dagur Þorsteinsson á 69. mínútu - 6 Kom inn af krafti og hélt uppi gæðum liðsins. Brynjólfur Willumsson kom inn fyrir Stefán Teitur Þórðarsoná 69. mínútu - 6 Komst lítið í boltann á þeim mínútum sem hann fékk. Daniel Guðjohnsen kom inn fyrir Andri Lucas Guðjohnsená 69. mínútu - 6 Fékk ekki úr miklu að moða eins og bróðir sinn. Átti þó rispu alveg undir lok leiks en náði ekki að hitta á rammann. Kristian Hlynsson kom inn fyrir Albert Guðmundsson á 69. mínútu - 7 Skoraði fimmta markið. Tók við fyrirgjafastarfinu af Alberti og þakkaði traustið með því að koma boltanum í netið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 78. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17