Fótbolti

„Fal­legt að koma inn á fyrir bróður“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Daníel Tristan spilaði sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í kvöld.
Daníel Tristan spilaði sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í kvöld. skjáskot

Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld þegar hann kom inn á fyrir bróður sinn Andra Lucas. Stór stund fyrir Guðjohnsen fjölskylduna og þjóðina alla.

Klippa: Daníel Tristan eftir fyrsta landsleikinn

„Mér leið mjög þægilega inni á vellinum, svo er ég búinn að vera að æfa með strákunum í nokkra daga núna þannig að manni líður bara mjög vel þarna með þeim“ sagði Daníel, þó örlítið svekktur að hafa ekki fengið að spila með bróður sínum.

„Já kannski, en það var líka fallegt að koma inn á fyrir bróður.“

Afi þeirra, Arnór Guðjohnsen, og faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, voru í stúkunni í kvöld og sáu strákana spila.

Skiptingin hjá bræðrunum Daníel og Andra líktist einmitt eftirminnilegri skiptingu þeirra feðga, þegar Eiður kom inn á fyrir Arnór í sínum fyrsta landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×