Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar 8. september 2025 09:31 Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun