„Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 15:15 Carlo Ancelotti hellir sér yfir dómarateymið. Buda Mendes/Getty Images Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt gegn Bólivíu í gærkvöldi tók forseti brasilíska knattspyrnusambandsins til máls og kenndi nánast öllum öðrum en leikmönnum liðsins um. „Eins og það sé ekki nógu erfitt að spila í fjögur þúsund metra hæð, þá þurftum við að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ sagði forsetinn Samir Xaud. Bólivía vann leikinn 1-0 með marki úr vítaspyrnu, sem var vafasöm og upphaflega veifuð burt af dómaranum, en VAR dómarinn steig inn í. Þjálfarinn Carlo Ancelotti var mjög ósáttur og sást hella sér yfir dómarann í hálfleik. Í seinni hálfleik reyndu Brassarnir síðan að sækja jöfnunarmark en sóknir þeirra voru ítrekaðar stoppaðar af boltastrákum Bólivíu sem köstuðu boltum inn á völlinn. „Dómararnir verða að stöðva þetta. Það er ekki á ábyrgð þjálfara, leikmanna eða forsetans“ sagði Ancelotti. „Ég vona að CONMEBOL bregðist við, vegna þess að við erum með þetta allt skráð hjá okkur. Þetta má ekki gerast, þetta er fáránlegt“ sagði forsetinn Xaud. Hann var einnig ósáttur við lögregluliðið í leiknum, en fór ekki nánar út í ástæðurnar fyrir því. „Lögreglan var hræðileg allan tímann, gagnvart liðinu og þjálfurunum. Þetta er eitthvað sem maður býst ekki við. Við bjóðum öll lið alltaf velkomin og reynum að vera góðir gestgjafar en þegar við spilum annars staðar en í Brasilíu eru móttökurnar fáránlegar, sérstaklega hérna.“ Leikurinn skipti engu raunverulegu máli fyrir Brasilíu, sem hafði þegar tryggt sér sæti á HM á næsta ári. Sigurinn sendi Bólivíu hins vegar í umspil, þar sem liðið gæti komist inn á HM í fyrsta sinn síðan 1994. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Eins og það sé ekki nógu erfitt að spila í fjögur þúsund metra hæð, þá þurftum við að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ sagði forsetinn Samir Xaud. Bólivía vann leikinn 1-0 með marki úr vítaspyrnu, sem var vafasöm og upphaflega veifuð burt af dómaranum, en VAR dómarinn steig inn í. Þjálfarinn Carlo Ancelotti var mjög ósáttur og sást hella sér yfir dómarann í hálfleik. Í seinni hálfleik reyndu Brassarnir síðan að sækja jöfnunarmark en sóknir þeirra voru ítrekaðar stoppaðar af boltastrákum Bólivíu sem köstuðu boltum inn á völlinn. „Dómararnir verða að stöðva þetta. Það er ekki á ábyrgð þjálfara, leikmanna eða forsetans“ sagði Ancelotti. „Ég vona að CONMEBOL bregðist við, vegna þess að við erum með þetta allt skráð hjá okkur. Þetta má ekki gerast, þetta er fáránlegt“ sagði forsetinn Xaud. Hann var einnig ósáttur við lögregluliðið í leiknum, en fór ekki nánar út í ástæðurnar fyrir því. „Lögreglan var hræðileg allan tímann, gagnvart liðinu og þjálfurunum. Þetta er eitthvað sem maður býst ekki við. Við bjóðum öll lið alltaf velkomin og reynum að vera góðir gestgjafar en þegar við spilum annars staðar en í Brasilíu eru móttökurnar fáránlegar, sérstaklega hérna.“ Leikurinn skipti engu raunverulegu máli fyrir Brasilíu, sem hafði þegar tryggt sér sæti á HM á næsta ári. Sigurinn sendi Bólivíu hins vegar í umspil, þar sem liðið gæti komist inn á HM í fyrsta sinn síðan 1994.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira