„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2025 12:03 Viktir Jónsson er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins. Vísir/Diego „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.
ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira