Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 10:02 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Formaður HSÍ segir fjárhagsstöðu sambandsins grafalvarlega. Sambandinu refsist fyrir góðan árangur landsliða sinna sem taki á rekstur þess. Leitað er nýrra leiða til að rétta fjárhaginn af. Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira