Fótbolti

Dag­ný ó­létt að sínu þriðja barni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný ásamt syni sínum Brynjari Atla eftir leik á EM 2022. 
Dagný ásamt syni sínum Brynjari Atla eftir leik á EM 2022.  Alex Pantling/Getty Images

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er ólétt. Fyrir á hún tvö börn með manni sínum Ómari Páli Sigurbjartssyni.

Dagný, sem er samningslaus eftir að hafa runnið út á samningi hjá West Ham United, tilkynnti óléttuna á Instagram-síðu sinni. Þar segir hún að þau hjón séu að fara úr því að vera maður á mann í svæðisvörn.

Hin 34 ára gamla Dagný er ein reyndasta landsliðskona Íslands með 122 A-landsleiki og 38 mörk á ferilskránni. 

Hún lék með West Ham United á Englandi frá 2021 til þessa árs en hefur einnig leikið í Bandaríkjunum, Þýskalandi sem og hér á landi. 

Ekki kemur fram í færslu hennar hvort skórnir séu farnir á hilluna eða hvort hún ætli sér að snúa aftur eftir barnsburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×