Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar 12. september 2025 08:01 Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun