Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar 13. september 2025 11:00 Staðreyndir um Kvikmyndaskólann Á þessum vettvangi birtist nýlega grein eftir Friðrik Þór Friðriksson og Böðvar Bjarka Pétursson. Í greininni kom fram furðuleg sýn á rekstur Kvikmyndaskóla Íslands, full af rangfærslum og ónákvæmni. Greinin birtist í kjölfar fjölda áreitinna tölvupósta frá Böðvari Bjarka, sem beint hefur verið að starfsfólki og nemendum skólans. Sem rektor Rafmenntar og Kvikmyndaskólans ber mér skylda til að svara þeim helstu. Staðreyndir málsins liggja fyrir. Rekstrarhæfi Kvikmyndaskólans var fyrir bí löngu fyrir gjaldþrot hans. Skólinn hafði misst viðurkenningu sína sem framhaldsskóli, hafði ekki greitt laun í langan tíma fyrir gjaldþrot og kennsluinnviðir voru í besta falli úr sér gengnir, þeir sem yfirhöfuð voru til staðar. Ríkisútvarpið birti snemmsumars ágæta fréttaskýringu, þar sem upplausninni í skólastarfinu eru gerð góð skil. Engin grunnkerfi – engin laun greidd Við yfirtöku Rafmenntar á skólanum kom ýmislegt í ljós. Tæknibúnaður skólans var í skötulíki og í engu samræmi við þau tæki sem notuð eru af atvinnufólki í greininni. Ekkert nemendabókhald var til staðar. Kennarar fengu frá byrjun árs 2025 ekki greidd laun og verktakar sátu eftir með ógreiddar kröfur. Rekstrarkröfur á borð við tækjaleigu, húsaleigu og rafmagn lágu ógreiddar. Rekstraraðili skólans, Böðvar Bjarki reyndi ekki einu sinni að bera lágmarksábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi. Skildi nemendur og kennara eftir í nagandi óvissu fram að fyrirsjáanlegu gjaldþroti skólans. Opinberar fjárveitingar án viðurkenningar eða rekstrargrundvallar Samtímis þáði skólinn háar fjárhæðir úr ríkissjóði. RÚV staðfesti að greiddar voru 75 milljónir króna til skólans, skömmu fyrir kosningar haustið 2024, þrátt fyrir að skólinn nyti ekki formlegrar viðurkenningar sem framhaldsskóli. Þá hafði námið ekki verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna misserum saman. Kraftaverk Í kjölfar gjaldþrots sáum við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi að við vorum í einstakri stöðu til að bjarga skólanum. Við höfum síðustu ár rekið nám í hljóð- og kvikmyndatækni og höfðum húsnæði, tækjabúnað og aðrar grunnforsendur til að taka við nemendum og kennurum Kvikmyndaskólans. Gerður var samningur við skiptastjóra um kaup Rafmenntar á öllum eigum þrotabúsins. Að loknum samningum við skiptastjóra þrotabúsins um kaup á öllum eigum skólans hófst skoðun á rekstri hans og yfirtaka á eignunum. Staðan var hrikaleg. Það þurfti nánast kraftaverk til að bjarga þessum skóla. Útistandandi skuldir við verktaka og launafólk voru 32 milljónir króna. Fátt af lausafé skólans var nýtilegt í áframhaldandi kennslu. Til allrar hamingju stóðu nemendur og kennarar þétt saman og á þremur dögum tókst að flytja starfsemina úr mjög dýru og óhentugu húsnæði við Suðurlandsbraut í húsakynni Stúdíó Sýrlands. Sem betur fer hafði Rafmennt burði til þess að gera upp 20% af vangoldnum greiðslum til verktaka og aðstoða launafólk við að leita réttar síns hjá viðeigandi aðilum. Hvernig tókst að bjarga náminu Uppbyggingin sem fylgdi í kjölfar kaupa á þrotabúinu snerist um að gera hlutina löglega og faglega: Nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið tryggir framhald rekstursins. Í því felst að námið, sem áfram er kennt samkvæmt sömu námsskrá, er viðurkennt af ráðuneytinu sem framhaldsskólanám á fjórða hæfnisstigi. Námið er aftur orðið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna, með staðfestum viðmiðum. Skólagjöld hafa lækkað um helming, sem eykur aðgengi að náminu. Markviss niðurskurður á óþarfa kostnaði, styrkur frá ríkinu og samlegðaráhrif með rekstri Rafmenntar skipti þarna öllu. Skólinn hefur nú fullkomna aðstöðu og tækjakost: fleiri kennslurými, mynd- og hljóðver, klippisvítur, hljóðvinnslurými og bíósal í Stúdíó Sýrlandi. Þar hitta nemendur daglega fagfólk í kvikmyndaiðnaði við vinnu sína. Mér þykir sérstaklega vænt um að í gegnum allt þetta ferli hafa nemendur ítrekað lýst yfir ánægju með þróun mála. Kölluðu nemendur eftir áframhaldandi stuðningi stjórnvalda þegar ný rekstrarumgjörð tók við eftir gjaldþrot og hafa lýst í fjölmiðlum mikilli ánægju með nýja aðstöðu. Stjórnunarhæfni skiptir mestu Þeir Friðrik Þór og Böðvar Bjarki gagnrýna Rafmennt fyrir að rektor hafi ekki kvikmyndamenntun. Við aðstæðurnar sem uppi hafa verið, tel ég sýnt að menntun og reynsla í skólastjórnun sé í öllu falli ekki verri forsenda fyrir rektor en sérhæfð listmenntun. Ekki síst þegar koma þarf grunnkerfum í lag, tryggja samninga og rekstraraga. Fyrri eigendur skildu eftir óreiðu: ekkert virkt nemendabókhald, úr sér gengin tæki, óhentuga aðstöðu, vangoldin kennaralaun, skuldir út um borg og bí og skólahald án viðurkenningar þrátt fyrir opinberar greiðslur. Rafmennt hefur tryggt framtíð námsins með samningi við ráðuneyti, lánshæfi námsins, lægri skólagjöld og betri aðstöðu. Framtíð kvikmyndanáms á Íslandi hefur sjaldan, ef nokkru sinni, verið bjartari. Höfundur er rektor Rafmenntar og Kvikmyndaskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðreyndir um Kvikmyndaskólann Á þessum vettvangi birtist nýlega grein eftir Friðrik Þór Friðriksson og Böðvar Bjarka Pétursson. Í greininni kom fram furðuleg sýn á rekstur Kvikmyndaskóla Íslands, full af rangfærslum og ónákvæmni. Greinin birtist í kjölfar fjölda áreitinna tölvupósta frá Böðvari Bjarka, sem beint hefur verið að starfsfólki og nemendum skólans. Sem rektor Rafmenntar og Kvikmyndaskólans ber mér skylda til að svara þeim helstu. Staðreyndir málsins liggja fyrir. Rekstrarhæfi Kvikmyndaskólans var fyrir bí löngu fyrir gjaldþrot hans. Skólinn hafði misst viðurkenningu sína sem framhaldsskóli, hafði ekki greitt laun í langan tíma fyrir gjaldþrot og kennsluinnviðir voru í besta falli úr sér gengnir, þeir sem yfirhöfuð voru til staðar. Ríkisútvarpið birti snemmsumars ágæta fréttaskýringu, þar sem upplausninni í skólastarfinu eru gerð góð skil. Engin grunnkerfi – engin laun greidd Við yfirtöku Rafmenntar á skólanum kom ýmislegt í ljós. Tæknibúnaður skólans var í skötulíki og í engu samræmi við þau tæki sem notuð eru af atvinnufólki í greininni. Ekkert nemendabókhald var til staðar. Kennarar fengu frá byrjun árs 2025 ekki greidd laun og verktakar sátu eftir með ógreiddar kröfur. Rekstrarkröfur á borð við tækjaleigu, húsaleigu og rafmagn lágu ógreiddar. Rekstraraðili skólans, Böðvar Bjarki reyndi ekki einu sinni að bera lágmarksábyrgð á daglegum rekstri og skólahaldi. Skildi nemendur og kennara eftir í nagandi óvissu fram að fyrirsjáanlegu gjaldþroti skólans. Opinberar fjárveitingar án viðurkenningar eða rekstrargrundvallar Samtímis þáði skólinn háar fjárhæðir úr ríkissjóði. RÚV staðfesti að greiddar voru 75 milljónir króna til skólans, skömmu fyrir kosningar haustið 2024, þrátt fyrir að skólinn nyti ekki formlegrar viðurkenningar sem framhaldsskóli. Þá hafði námið ekki verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna misserum saman. Kraftaverk Í kjölfar gjaldþrots sáum við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi að við vorum í einstakri stöðu til að bjarga skólanum. Við höfum síðustu ár rekið nám í hljóð- og kvikmyndatækni og höfðum húsnæði, tækjabúnað og aðrar grunnforsendur til að taka við nemendum og kennurum Kvikmyndaskólans. Gerður var samningur við skiptastjóra um kaup Rafmenntar á öllum eigum þrotabúsins. Að loknum samningum við skiptastjóra þrotabúsins um kaup á öllum eigum skólans hófst skoðun á rekstri hans og yfirtaka á eignunum. Staðan var hrikaleg. Það þurfti nánast kraftaverk til að bjarga þessum skóla. Útistandandi skuldir við verktaka og launafólk voru 32 milljónir króna. Fátt af lausafé skólans var nýtilegt í áframhaldandi kennslu. Til allrar hamingju stóðu nemendur og kennarar þétt saman og á þremur dögum tókst að flytja starfsemina úr mjög dýru og óhentugu húsnæði við Suðurlandsbraut í húsakynni Stúdíó Sýrlands. Sem betur fer hafði Rafmennt burði til þess að gera upp 20% af vangoldnum greiðslum til verktaka og aðstoða launafólk við að leita réttar síns hjá viðeigandi aðilum. Hvernig tókst að bjarga náminu Uppbyggingin sem fylgdi í kjölfar kaupa á þrotabúinu snerist um að gera hlutina löglega og faglega: Nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið tryggir framhald rekstursins. Í því felst að námið, sem áfram er kennt samkvæmt sömu námsskrá, er viðurkennt af ráðuneytinu sem framhaldsskólanám á fjórða hæfnisstigi. Námið er aftur orðið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna, með staðfestum viðmiðum. Skólagjöld hafa lækkað um helming, sem eykur aðgengi að náminu. Markviss niðurskurður á óþarfa kostnaði, styrkur frá ríkinu og samlegðaráhrif með rekstri Rafmenntar skipti þarna öllu. Skólinn hefur nú fullkomna aðstöðu og tækjakost: fleiri kennslurými, mynd- og hljóðver, klippisvítur, hljóðvinnslurými og bíósal í Stúdíó Sýrlandi. Þar hitta nemendur daglega fagfólk í kvikmyndaiðnaði við vinnu sína. Mér þykir sérstaklega vænt um að í gegnum allt þetta ferli hafa nemendur ítrekað lýst yfir ánægju með þróun mála. Kölluðu nemendur eftir áframhaldandi stuðningi stjórnvalda þegar ný rekstrarumgjörð tók við eftir gjaldþrot og hafa lýst í fjölmiðlum mikilli ánægju með nýja aðstöðu. Stjórnunarhæfni skiptir mestu Þeir Friðrik Þór og Böðvar Bjarki gagnrýna Rafmennt fyrir að rektor hafi ekki kvikmyndamenntun. Við aðstæðurnar sem uppi hafa verið, tel ég sýnt að menntun og reynsla í skólastjórnun sé í öllu falli ekki verri forsenda fyrir rektor en sérhæfð listmenntun. Ekki síst þegar koma þarf grunnkerfum í lag, tryggja samninga og rekstraraga. Fyrri eigendur skildu eftir óreiðu: ekkert virkt nemendabókhald, úr sér gengin tæki, óhentuga aðstöðu, vangoldin kennaralaun, skuldir út um borg og bí og skólahald án viðurkenningar þrátt fyrir opinberar greiðslur. Rafmennt hefur tryggt framtíð námsins með samningi við ráðuneyti, lánshæfi námsins, lægri skólagjöld og betri aðstöðu. Framtíð kvikmyndanáms á Íslandi hefur sjaldan, ef nokkru sinni, verið bjartari. Höfundur er rektor Rafmenntar og Kvikmyndaskólans.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun