Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. september 2025 07:32 Menntun er lykill að farsælli samfélagsþátttöku eftir afplánun fangelsisdóma. Þetta er staðreynd sem hvergi er mótmælt. Engu að síður hafa íslenskir menntamálaráðherrar um áraraðir brugðist þegar kemur að því að tryggja fullnægjandi námsframboð og aðgengi í fangelsum landsins. Ítrekað hefur verið kallað eftir stefnu í málaflokknum og Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni árið 2023 brýnt að stjórnvöld marki stefnu um menntun fanga og aðgerðaráætlun um hvernig megi auka möguleika til náms í fangelsum landsins. En ekkert breytist. Afstaða, veit til þess að vinna hefur átt sér stað í menntamálaráðuneytinu við að móta tillögur til að efla nám fanga, með sérstakri áherslu á kvenfanga, unga fanga og erlenda fanga. Þessar tillögur liggja á borði menntamálaráðherra og bíða þess að verða lagðar fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Í þessum tillögum felst engin stefnubreyting eða aðgerðaráætlun heldur er um að ræða hóflegar, og ódýrar, leiðir til þess að setja plástur á svöðusárið sem nám fanga er. Á sama tíma og Afstaða harmar að skrefið verði ekki stigið til fulls í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar styður félagið allar góðar hugmyndir og hvetur því Guðmund Inga Kristinsson, menntamálaráðherra, til þess að leggja tillögurnar formlega fram og hefja innleiðingu þeirra. Félagið treystir á að þær leiði til markvissra umbóta og verði vegvísir stjórnvalda á leið sinni til að nútímavæða fangelsiskerfið. Þannig sigrar samfélagið til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun er lykill að farsælli samfélagsþátttöku eftir afplánun fangelsisdóma. Þetta er staðreynd sem hvergi er mótmælt. Engu að síður hafa íslenskir menntamálaráðherrar um áraraðir brugðist þegar kemur að því að tryggja fullnægjandi námsframboð og aðgengi í fangelsum landsins. Ítrekað hefur verið kallað eftir stefnu í málaflokknum og Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni árið 2023 brýnt að stjórnvöld marki stefnu um menntun fanga og aðgerðaráætlun um hvernig megi auka möguleika til náms í fangelsum landsins. En ekkert breytist. Afstaða, veit til þess að vinna hefur átt sér stað í menntamálaráðuneytinu við að móta tillögur til að efla nám fanga, með sérstakri áherslu á kvenfanga, unga fanga og erlenda fanga. Þessar tillögur liggja á borði menntamálaráðherra og bíða þess að verða lagðar fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Í þessum tillögum felst engin stefnubreyting eða aðgerðaráætlun heldur er um að ræða hóflegar, og ódýrar, leiðir til þess að setja plástur á svöðusárið sem nám fanga er. Á sama tíma og Afstaða harmar að skrefið verði ekki stigið til fulls í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar styður félagið allar góðar hugmyndir og hvetur því Guðmund Inga Kristinsson, menntamálaráðherra, til þess að leggja tillögurnar formlega fram og hefja innleiðingu þeirra. Félagið treystir á að þær leiði til markvissra umbóta og verði vegvísir stjórnvalda á leið sinni til að nútímavæða fangelsiskerfið. Þannig sigrar samfélagið til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar