Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar 16. september 2025 10:31 Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun