Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 16. september 2025 11:00 Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Við höfum tekið marga spretti en líka komið að brekkum. Það var brekka þegar aftur var farið að tala um mögulega olíuvinnslu á Íslandi. Brekkur geta líka verið hindranir og misvísandi skilti. Afvegaleiðing umræðunnar hefur oft náð ótrúlegum hæðum. Þegar það fór að verða viðurkennt að grípa þurfi til aðgerða í loftslagsmálum fóru alls kyns grænþvottahús að auglýsa sínar töfralausnir. Stjórnvöld hafa svo tekið þátt í grænþvottinum frekar en að uppræta hann. Afurðin er sú að við erum langt frá því að ná markmiðum okkar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýverið uppfært landsframlag til Parísarsáttmálans, 41% samdráttur fyrir 2030 og 50-55% samdráttur fyrir árið 2035. Mér þótti hressandi að sjá að loksins væri talað um væntanlegan kostnað við vanefndir ásamt því að fram kom að ekki líti út fyrir að við náum markmiðum okkar fyrir árið 2030. Ráðherra lagði mikla áherslu á að markmiðin þurfi að vera raunsæ en líka krefjandi. Ég velti því samt sem áður upp hvað teljast megi sem raunsætt því það hlýtur að vera mismunandi eftir því hvernig er forgangsraðað. Tónninn var framkvæmdaglaður, sem getur verið jákvætt ef til dæmis á að endurheimta röskuð vistkerfi, en getur einnig verið varasamt þegar um er að ræða nýtingu á takmörkuðum auðlindum. Við getum nefnilega ekki framkvæmt okkur frá vandanum. Ekki frekar en við getum flokkað okkur frá ofneyslu. Við getum ráðist í aðgerðir og sumar loftslagsaðgerðir krefjast framkvæmda en aðrar snúast einmitt um að ráðast ekki í framkvæmdir. Ég tek heilshugar undir ráð Odds Sigurðssonar sem tók við viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær; „Að hugsa sig ekki bara tvisvar um í sambandi við framkvæmdir heldur tíu sinnum og gjarnan sleppa framkvæmdum sem þess er mögulega kostur.” Það væri til dæmis grátbroslegt ef ráðist yrði í stórt átak í endurheimt votlendis, ef samhliða eigi að reisa mörg vindorkuver ofan í votlendi á heiðarlandi, en flest vindorkuver á borðinu eru einmitt staðsett á slíkum svæðum. Loftslagsaðgerðir snúast um svo margt! Þær snúast um það hvernig við ferðumst á milli staða, hvað við borðum, hvernig við neytum vara og þjónustu, allt þetta snýst um það hvernig við förum með landið og auðlindirnar okkar. Að vera manneskja snýst um náttúruvernd, náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni. Á degi íslenskrar náttúru eigum við að horfa lengra fram í tímann en oft áður. Mikilvægt er að sumir hlutir fari í framkvæmd, en að öðrum verði hreinlega hætt. Hættum strax niðurgreiðslu á notkun jarðefnaeldsneytis með gjaldfrjálsum losunarheimildum til flugfélaga (þá getum við líka selt losunarheimildirnar og ágóðinn fer beint í ríkissjóð) Hættum að nálgast auðlind endurnýjanlegrar orku eins og hún geti vaxið upp í endalausa eftirspurn. Hættum að versla við Shein, Temu, og aðra aðila sem kemur trekk í trekk í ljós að senda til okkar lýðheilsuspillandi efni og stuðla að yfirdrifinni neyslu. Stefnum að því að hætta einn daginn hrávinnslu efna og færum okkur yfir í endurvinnslu á þeim sem er bæði umhverfisvænna og notar langtum minni orku. Og á sama tíma, þurfum við að: Efla rannsóknir á umhverfisáhrifum og auðlindaþörf hnattverkfræði-verkefna (eins og Carbfix, Röst ofl.) svo að fýsileg verkefni geti vaxið og öðrum verði hafnað með rökstuddum hætti. Setja orkuskiptaaðgerðir í forgang, til dæmis með hvötum til notkunar á grænum almenningssamgöngum, rafbílakaupa og hærra kolefnisgjaldi á móti. Endurheimta röskuð vistkerfi landsins. Friða land sem varðveitir mikið kolefni, svo því megi ekki raska. Sumu af þessu hefur nú þegar verið lofað, jafnvel fyrir löngu. Efndir hafa tafist og þess vegna verður að hugsa hlutina upp á nýtt. Loftslagsmál snúast svo mikið um hugarfarsbreytingar. Það sem við teljum raunsætt í dag er ekki það sama og vísindamenn IPCC hafa sett fram sem nauðsynlegt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Skýrsla IPCC segir að til að halda hlýnun undir 1,5°C þurfi að draga úr heildarlosun um 45% fyrir árið 2030 miðað við árið 2010. Þetta er miklu meira en það sem við höfum lofað en sjáum fram á að geta ekki efnt. Hvert gráðubrot sem farið er yfir 1,5°C markið skiptir máli. Pólitísk þróun á alþjóðavísu vekur óhug og manni gætu hæglega fallist hendur en það er ekki í boði að láta deigan síga. Áhersla valdhafa á loftslagsaðgerðir kemur í sveiflum. Það munu koma sprettir og það munu koma brekkur. Loftslagsmál koma okkur öllum við og við verðum að auka metnaðinn og gera það raunsætt að móta framtíð þar sem maðurinn getur lifað í sátt við náttúruna. Landvernd er sterkur málsvari náttúru og umhverfis og það skiptir máli að við sem almenningur stöndum saman í grasrótinni og þrýstum á valdhafa til að gefa í. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Við höfum tekið marga spretti en líka komið að brekkum. Það var brekka þegar aftur var farið að tala um mögulega olíuvinnslu á Íslandi. Brekkur geta líka verið hindranir og misvísandi skilti. Afvegaleiðing umræðunnar hefur oft náð ótrúlegum hæðum. Þegar það fór að verða viðurkennt að grípa þurfi til aðgerða í loftslagsmálum fóru alls kyns grænþvottahús að auglýsa sínar töfralausnir. Stjórnvöld hafa svo tekið þátt í grænþvottinum frekar en að uppræta hann. Afurðin er sú að við erum langt frá því að ná markmiðum okkar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýverið uppfært landsframlag til Parísarsáttmálans, 41% samdráttur fyrir 2030 og 50-55% samdráttur fyrir árið 2035. Mér þótti hressandi að sjá að loksins væri talað um væntanlegan kostnað við vanefndir ásamt því að fram kom að ekki líti út fyrir að við náum markmiðum okkar fyrir árið 2030. Ráðherra lagði mikla áherslu á að markmiðin þurfi að vera raunsæ en líka krefjandi. Ég velti því samt sem áður upp hvað teljast megi sem raunsætt því það hlýtur að vera mismunandi eftir því hvernig er forgangsraðað. Tónninn var framkvæmdaglaður, sem getur verið jákvætt ef til dæmis á að endurheimta röskuð vistkerfi, en getur einnig verið varasamt þegar um er að ræða nýtingu á takmörkuðum auðlindum. Við getum nefnilega ekki framkvæmt okkur frá vandanum. Ekki frekar en við getum flokkað okkur frá ofneyslu. Við getum ráðist í aðgerðir og sumar loftslagsaðgerðir krefjast framkvæmda en aðrar snúast einmitt um að ráðast ekki í framkvæmdir. Ég tek heilshugar undir ráð Odds Sigurðssonar sem tók við viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær; „Að hugsa sig ekki bara tvisvar um í sambandi við framkvæmdir heldur tíu sinnum og gjarnan sleppa framkvæmdum sem þess er mögulega kostur.” Það væri til dæmis grátbroslegt ef ráðist yrði í stórt átak í endurheimt votlendis, ef samhliða eigi að reisa mörg vindorkuver ofan í votlendi á heiðarlandi, en flest vindorkuver á borðinu eru einmitt staðsett á slíkum svæðum. Loftslagsaðgerðir snúast um svo margt! Þær snúast um það hvernig við ferðumst á milli staða, hvað við borðum, hvernig við neytum vara og þjónustu, allt þetta snýst um það hvernig við förum með landið og auðlindirnar okkar. Að vera manneskja snýst um náttúruvernd, náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni. Á degi íslenskrar náttúru eigum við að horfa lengra fram í tímann en oft áður. Mikilvægt er að sumir hlutir fari í framkvæmd, en að öðrum verði hreinlega hætt. Hættum strax niðurgreiðslu á notkun jarðefnaeldsneytis með gjaldfrjálsum losunarheimildum til flugfélaga (þá getum við líka selt losunarheimildirnar og ágóðinn fer beint í ríkissjóð) Hættum að nálgast auðlind endurnýjanlegrar orku eins og hún geti vaxið upp í endalausa eftirspurn. Hættum að versla við Shein, Temu, og aðra aðila sem kemur trekk í trekk í ljós að senda til okkar lýðheilsuspillandi efni og stuðla að yfirdrifinni neyslu. Stefnum að því að hætta einn daginn hrávinnslu efna og færum okkur yfir í endurvinnslu á þeim sem er bæði umhverfisvænna og notar langtum minni orku. Og á sama tíma, þurfum við að: Efla rannsóknir á umhverfisáhrifum og auðlindaþörf hnattverkfræði-verkefna (eins og Carbfix, Röst ofl.) svo að fýsileg verkefni geti vaxið og öðrum verði hafnað með rökstuddum hætti. Setja orkuskiptaaðgerðir í forgang, til dæmis með hvötum til notkunar á grænum almenningssamgöngum, rafbílakaupa og hærra kolefnisgjaldi á móti. Endurheimta röskuð vistkerfi landsins. Friða land sem varðveitir mikið kolefni, svo því megi ekki raska. Sumu af þessu hefur nú þegar verið lofað, jafnvel fyrir löngu. Efndir hafa tafist og þess vegna verður að hugsa hlutina upp á nýtt. Loftslagsmál snúast svo mikið um hugarfarsbreytingar. Það sem við teljum raunsætt í dag er ekki það sama og vísindamenn IPCC hafa sett fram sem nauðsynlegt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Skýrsla IPCC segir að til að halda hlýnun undir 1,5°C þurfi að draga úr heildarlosun um 45% fyrir árið 2030 miðað við árið 2010. Þetta er miklu meira en það sem við höfum lofað en sjáum fram á að geta ekki efnt. Hvert gráðubrot sem farið er yfir 1,5°C markið skiptir máli. Pólitísk þróun á alþjóðavísu vekur óhug og manni gætu hæglega fallist hendur en það er ekki í boði að láta deigan síga. Áhersla valdhafa á loftslagsaðgerðir kemur í sveiflum. Það munu koma sprettir og það munu koma brekkur. Loftslagsmál koma okkur öllum við og við verðum að auka metnaðinn og gera það raunsætt að móta framtíð þar sem maðurinn getur lifað í sátt við náttúruna. Landvernd er sterkur málsvari náttúru og umhverfis og það skiptir máli að við sem almenningur stöndum saman í grasrótinni og þrýstum á valdhafa til að gefa í. Höfundur er formaður Landverndar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun