„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2025 08:00 Emil Ásmundsson ásamt syni sínum. Vísir/Lýður Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið. Emil tilkynnti um ákvörðun sína í vikunni eftir að tímabili Fylkis í Lengjudeildinni lauk um helgina. Hann var talinn gríðarlega efnilegur og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild aðeins 17 ára gamall og hélt í kjölfarið til Englands í akademíu Brighton & Hove Albion. Þar byrjuðu hins vegar vandræði hans með hnémeiðsli sem áttu eftir að elta hann á röndum, allan hans feril. „Þau byrja þegar ég bý úti og er að spila með Brighton. Þá meiðist ég í hnénu og er frá í eitt og hálft ár. Það var byrjunin á þessu. Þau fylgdu í kjölfarið á árs fresti sirka. Þetta voru yfirleitt þrír til fjórir mánuðir eða meira. Það var aldrei létt tognun, það þurfti að fara í aðgerð eða gera og græja þessa hluti í hnénu,“ segir Emil. Hnén ráði því þeirri ákvörðun að hann hætti. „Heilsufar hefur spilað svolítið stóran þátt í þessu. Ég hef verið í veseni með hnén á mér. Fimmta hnéaðgerðin í byrjun sumars gerði útslagið. Það er fínt að gera þetta á þeim forsendum að geta klárað síðasta leikinn en ekki að fara út af á hækjum, niðurlútur. Ég tók þessa ákvörðun snemma sumars að þetta yrði mitt síðasta.“ Ekkert ljós án myrkurs Emil skilur sáttur við en segir óneitanlega einhverja eftirsjá fylgja svo miklum hnémeiðslum. Það var því erfitt að taka þá ákvörðun að hætta. „Já, klárlega. Þetta hefur verið stærsti hluti lífs manns síðan maður var fimm ára. Maður stefndi að því að vera fótboltamaður þegar maður yrði stór. Maður náði að lifa það að hluta en góðir hlutir taka enda,“ segir Emil. Situr það í Emil að meiðslin hafi sett svo mikinn svip á feril hans? „Auðvitað gerir það það. Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni næst eftir að hafa verið svona óheppinn. Maður getur ekki verið að dvelja lengi við þetta, þá nær maður ekki að njóta eða að setja sér það markmið að koma til baka. Maður reyndi alltaf að horfa fram veginn og hugsa jákvætt. Mér tókst að gera það með góðri hjálp liðsfélaga, þjálfara og fólksins í kringum mig,“ Emil skilur sáttur við ferilinn þó honum fylgi eðlilega einhver eftirsjá í ljósi meiðslanna.Vísir/Lýður „Eins og góðvinur minn Hrafn Tómasson sagði svo skemmtilega: Það er ekkert ljós á myrkurs. Maður þarf að upplifa dimma tíma til að geta notið líka,“ segir Emil. Leitar að góðum bumbubolta Emil skilur ekki alfarið við boltann, hann starfar sem styrktarþjálfari hjá Fylki og hyggst sprikkla með félögunum. „Ég mætti í fyrsta bumbuboltann á mánudaginn. Það tímabil er opinberlega hafið. Maður hefur verið að skoða í kringum sig, hvort maður geti komist að í góðum bumbubolta til að spila með í vetur.“ Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Emil Ásmunds gerir upp ferilinn og meiðslin Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Emil tilkynnti um ákvörðun sína í vikunni eftir að tímabili Fylkis í Lengjudeildinni lauk um helgina. Hann var talinn gríðarlega efnilegur og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild aðeins 17 ára gamall og hélt í kjölfarið til Englands í akademíu Brighton & Hove Albion. Þar byrjuðu hins vegar vandræði hans með hnémeiðsli sem áttu eftir að elta hann á röndum, allan hans feril. „Þau byrja þegar ég bý úti og er að spila með Brighton. Þá meiðist ég í hnénu og er frá í eitt og hálft ár. Það var byrjunin á þessu. Þau fylgdu í kjölfarið á árs fresti sirka. Þetta voru yfirleitt þrír til fjórir mánuðir eða meira. Það var aldrei létt tognun, það þurfti að fara í aðgerð eða gera og græja þessa hluti í hnénu,“ segir Emil. Hnén ráði því þeirri ákvörðun að hann hætti. „Heilsufar hefur spilað svolítið stóran þátt í þessu. Ég hef verið í veseni með hnén á mér. Fimmta hnéaðgerðin í byrjun sumars gerði útslagið. Það er fínt að gera þetta á þeim forsendum að geta klárað síðasta leikinn en ekki að fara út af á hækjum, niðurlútur. Ég tók þessa ákvörðun snemma sumars að þetta yrði mitt síðasta.“ Ekkert ljós án myrkurs Emil skilur sáttur við en segir óneitanlega einhverja eftirsjá fylgja svo miklum hnémeiðslum. Það var því erfitt að taka þá ákvörðun að hætta. „Já, klárlega. Þetta hefur verið stærsti hluti lífs manns síðan maður var fimm ára. Maður stefndi að því að vera fótboltamaður þegar maður yrði stór. Maður náði að lifa það að hluta en góðir hlutir taka enda,“ segir Emil. Situr það í Emil að meiðslin hafi sett svo mikinn svip á feril hans? „Auðvitað gerir það það. Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni næst eftir að hafa verið svona óheppinn. Maður getur ekki verið að dvelja lengi við þetta, þá nær maður ekki að njóta eða að setja sér það markmið að koma til baka. Maður reyndi alltaf að horfa fram veginn og hugsa jákvætt. Mér tókst að gera það með góðri hjálp liðsfélaga, þjálfara og fólksins í kringum mig,“ Emil skilur sáttur við ferilinn þó honum fylgi eðlilega einhver eftirsjá í ljósi meiðslanna.Vísir/Lýður „Eins og góðvinur minn Hrafn Tómasson sagði svo skemmtilega: Það er ekkert ljós á myrkurs. Maður þarf að upplifa dimma tíma til að geta notið líka,“ segir Emil. Leitar að góðum bumbubolta Emil skilur ekki alfarið við boltann, hann starfar sem styrktarþjálfari hjá Fylki og hyggst sprikkla með félögunum. „Ég mætti í fyrsta bumbuboltann á mánudaginn. Það tímabil er opinberlega hafið. Maður hefur verið að skoða í kringum sig, hvort maður geti komist að í góðum bumbubolta til að spila með í vetur.“ Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Emil Ásmunds gerir upp ferilinn og meiðslin
Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira