Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar 19. september 2025 08:02 Menntun snýst ekki aðeins um árangur í prófum heldur fyrst og fremst um að rækta einstaklinga. Skólinn er samfélag þar sem börn læra að hugsa, skapa, vinna með öðrum og takast á við lífið sjálft. Umræða um námsmat snýst oft um hvort betra sé að nota tölur eða bókstafi. Hvorugt hefur þó raunverulegt gildi ef ekki liggur skýrt fyrir hvað matsniðurstöðurnar eiga að segja. Táknin sjálf, 8 eða B, eru merkingarlaus nema við skiljum hvaða hæfni og framfarir liggja þar að baki. Aðalnámskrá grunnskólanna og rannsóknir Aðalnámskrá grunnskólanna er leiðarljós fyrir allt skólastarf í landinu og kennarar eru skuldbundnir til að vinna eftir henni. Þar segir meðal annars: „Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu til nemenda heldur einnig að veita þeim tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði þeirra og frjóa hugsun.“ Í námskránni er lögð áhersla á hæfniviðmið. Þetta er ekki tilviljun. Alþjóðlegar rannsóknir, meðal annars hjá OECD og John Hattie, sýna að nemendur læra mest þegar þeir fá skýr viðmið, raunhæfa endurgjöf og tækifæri til að prófa sig áfram. Þekking er mikilvæg, en ekki síður hæfnin til að hugsa gagnrýnið, vinna með öðrum og nýta kunnáttu í ólíkum aðstæðum. Rannsóknir sýna einnig að bókstafakerfi gefur skýrari og hvetjandi skilaboð en hefðbundinn töluskali. Í Visible Learning bendir Hattie á að endurgjöf sem tengist hæfni og framvindu hefur meiri áhrif en nákvæm tölugildi. OECD hefur ítrekað bent á að matskerfi sem byggja á skýrum flokkum (A, B, C, D) falli betur að hæfniviðmiðum en smávægilegur munur milli 6,9 og 7,1. Eru tölur skýrari? Margir telja að tölur séu skýrari en bókstafir. Þær virðast nákvæmar og 6,9 virðist segja meira en „B“. En tölur segja aðeins hluta sögunnar. Hvað þýðir 6,9 í raun? Hvernig er hún fengin? Á hvaða viðmið byggir hún? Talan gefur ekki svör við þessum spurningum nema hún sé brotin niður í ítarleg viðmið sem útskýra hæfni nemandans. Bókstafir geta hins vegar verið tengdir lýsandi viðmiðum. „B“ í stærðfræði getur þýtt að nemandi ráði við ákveðin verkefni en eigi enn eftir að ná tökum á öðrum. Þá er skýrara fyrir foreldra að fá heildarmynd í stað þess að horfa á eina tölu án samhengi. Það sem virðist einfalt er því oft villandi. Daglegt skólastarf Í skólastofunni sjáum við hvað liggur að baki matsniðurstöðum. Nemandi sem tekur ábyrgð í hópvinnu lærir að hlusta, útskýra og deila hugmyndum. Nemandi sem loksins þorir að spyrja sýnir hugrekki sem engin einkunn fangar. Nemandi sem heldur áfram að prófa þótt verkefni sé erfitt sýnir úthald og útsjónarsemi sem verða honum styrkur til framtíðar. Þetta eru augnablik sem tölur ná ekki að mæla en skipta öllu máli. Hvers vegna þetta skiptir máli? Ef við festumst í tölunum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Þá fer námið að snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni til að takast á við nýjar aðstæður. Við þurfum að spyrja okkur: viljum við að börnin okkar séu góð í að muna rétt svar á prófi eða góð í að leysa vandamál sem enginn hefur séð áður? Niðurstaða Menntun er meira en mælanlegar niðurstöður. Hún á að rækta hæfileika, forvitni og styrk hvers barns. Þegar við sjáum nemendur í heild og gefum þeim tækifæri til að vaxa verður skólinn vettvangur þar sem börn öðlast trú á sjálfum sér og hæfni til að takast á við lífið. Það er sú framtíð sem við eigum að leggja rækt við og sem við getum verið stolt af að byggja saman. Höfundur er kennari. Hlutverk aðalnámskrár: https://www.adalnamskra.is/grunnskoli/kafli-1-hlutverk-adalnamskrar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Menntun snýst ekki aðeins um árangur í prófum heldur fyrst og fremst um að rækta einstaklinga. Skólinn er samfélag þar sem börn læra að hugsa, skapa, vinna með öðrum og takast á við lífið sjálft. Umræða um námsmat snýst oft um hvort betra sé að nota tölur eða bókstafi. Hvorugt hefur þó raunverulegt gildi ef ekki liggur skýrt fyrir hvað matsniðurstöðurnar eiga að segja. Táknin sjálf, 8 eða B, eru merkingarlaus nema við skiljum hvaða hæfni og framfarir liggja þar að baki. Aðalnámskrá grunnskólanna og rannsóknir Aðalnámskrá grunnskólanna er leiðarljós fyrir allt skólastarf í landinu og kennarar eru skuldbundnir til að vinna eftir henni. Þar segir meðal annars: „Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu til nemenda heldur einnig að veita þeim tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði þeirra og frjóa hugsun.“ Í námskránni er lögð áhersla á hæfniviðmið. Þetta er ekki tilviljun. Alþjóðlegar rannsóknir, meðal annars hjá OECD og John Hattie, sýna að nemendur læra mest þegar þeir fá skýr viðmið, raunhæfa endurgjöf og tækifæri til að prófa sig áfram. Þekking er mikilvæg, en ekki síður hæfnin til að hugsa gagnrýnið, vinna með öðrum og nýta kunnáttu í ólíkum aðstæðum. Rannsóknir sýna einnig að bókstafakerfi gefur skýrari og hvetjandi skilaboð en hefðbundinn töluskali. Í Visible Learning bendir Hattie á að endurgjöf sem tengist hæfni og framvindu hefur meiri áhrif en nákvæm tölugildi. OECD hefur ítrekað bent á að matskerfi sem byggja á skýrum flokkum (A, B, C, D) falli betur að hæfniviðmiðum en smávægilegur munur milli 6,9 og 7,1. Eru tölur skýrari? Margir telja að tölur séu skýrari en bókstafir. Þær virðast nákvæmar og 6,9 virðist segja meira en „B“. En tölur segja aðeins hluta sögunnar. Hvað þýðir 6,9 í raun? Hvernig er hún fengin? Á hvaða viðmið byggir hún? Talan gefur ekki svör við þessum spurningum nema hún sé brotin niður í ítarleg viðmið sem útskýra hæfni nemandans. Bókstafir geta hins vegar verið tengdir lýsandi viðmiðum. „B“ í stærðfræði getur þýtt að nemandi ráði við ákveðin verkefni en eigi enn eftir að ná tökum á öðrum. Þá er skýrara fyrir foreldra að fá heildarmynd í stað þess að horfa á eina tölu án samhengi. Það sem virðist einfalt er því oft villandi. Daglegt skólastarf Í skólastofunni sjáum við hvað liggur að baki matsniðurstöðum. Nemandi sem tekur ábyrgð í hópvinnu lærir að hlusta, útskýra og deila hugmyndum. Nemandi sem loksins þorir að spyrja sýnir hugrekki sem engin einkunn fangar. Nemandi sem heldur áfram að prófa þótt verkefni sé erfitt sýnir úthald og útsjónarsemi sem verða honum styrkur til framtíðar. Þetta eru augnablik sem tölur ná ekki að mæla en skipta öllu máli. Hvers vegna þetta skiptir máli? Ef við festumst í tölunum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Þá fer námið að snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni til að takast á við nýjar aðstæður. Við þurfum að spyrja okkur: viljum við að börnin okkar séu góð í að muna rétt svar á prófi eða góð í að leysa vandamál sem enginn hefur séð áður? Niðurstaða Menntun er meira en mælanlegar niðurstöður. Hún á að rækta hæfileika, forvitni og styrk hvers barns. Þegar við sjáum nemendur í heild og gefum þeim tækifæri til að vaxa verður skólinn vettvangur þar sem börn öðlast trú á sjálfum sér og hæfni til að takast á við lífið. Það er sú framtíð sem við eigum að leggja rækt við og sem við getum verið stolt af að byggja saman. Höfundur er kennari. Hlutverk aðalnámskrár: https://www.adalnamskra.is/grunnskoli/kafli-1-hlutverk-adalnamskrar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun