Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. september 2025 13:47 Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á sínum forsendum. Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum, sem ekki megi staðsetja við heimili. Er augljóslega gert ráð fyrir því að ríkur meirihluti fólks í þessu úthverfi velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Auðvitað er eðlilegt viðfangsefni borgaryfirvalda að kanna hvort ekki megi lækka þetta hlutfall og gera fleirum kleift að ferðast án bíls - og fleiri heimilum að reka einn bíl í stað tveggja, eða jafnvel engan - en viðfangsefnið þarf að nálgast af raunsæi og skynsemi. Þegar borgaryfirvöld kynna skipulag nýs úthverfis þar sem þungamiðja samgangna verður Borgarlína, 62% heimila munu ekki geta átt bíl og langstærstur meirihluti íbúa á að fara til vinnu án bíls, finnst mér kynntar til leiks öfgar sem eru ólíklegar til að ganga í veruleikanum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ríka hagsmuni af því að skipulag Keldnalands gangi vel og að uppbyggingaraðilar hafi áhuga á að ráðast í fyrirhugaða húsnæðisuppbyggingu á eigin reikning. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins verður nefnilega að hluta fjármagnaður með fyrirhugaðri 50 milljarða króna sölu á Keldnalandinu. Verktakar hafa nú þegar lýst yfir áhugaleysi á skipulaginu að óbreyttu, enda sé teiknað upp hverfi og samgönguskipulag sem lítil eftirspurn er eftir. Ef verktakar hafa ekki áhuga á að kaupa byggingarétt í hverfinu, fæst ekkert söluandvirði fyrir Keldnalandið og sú Borgarlína sem á að þjóna hverfinu verður ekki að veruleika. Þetta eru staðreyndir sem menn þurfa að gera sér grein fyrir. Allt er þetta órjúfanlega samhangandi. Ég tel nauðsynlegt að samgönguskipulag hverfisins verði endurhugsað frá grunni. Það taki mið af íslenskum veruleika og raunverulegri eftirspurn á húsnæðismarkaði. Sannarlega má leita leiða til að auka notkun almenningssamgangna og fjölga þeim sem ganga og hjóla - en veruleikinn er sá að jafnvel þó björtustu áætlanir um notkun Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika munu flestir áfram ferðast á bíl. Þó fyrirliggjandi tillögu um samgönguskipulag Keldnalands sé hafnað, leiðir það ekki af sér vilja til að skapa aðrar öfgar. Það er ástæðulaust að færa umræðu um framtíð Keldnalands inn í það menningarstríð sem þekkist í umræðu um borgarmál. Við eigum nú tækifæri til að skipuleggja öflugt framtíðarúthverfi, sem svarar eftirspurn á húsnæðismarkaði - með öflugum húsakostum, fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum útivistarsvæðum og valkostum í samgöngum. En ekkert af þessu verður að veruleika ef áætlanir byggja ekki á raunsæi og skynsemi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun